„Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:04 Helga Björg Heiðdal, íbúi í Laugardal og eigandi kattarins Lítils sem fannst dauður um helgina. Hún telur víst að hundar hafi banað honum. Vísir/bjarni Íbúi í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar, segir íbúa dauðhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra. Hún var fyrir tilviljun á vettvangi í gær þegar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana, sem þá gengu lausir enn einu sinni. Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54
Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28