Takk fyrir tímamótafrumvörp í þágu mannréttinda og örorku- og endurhæfingarlífeyristaka! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2024 08:01 Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Skrifað á sunnudegi. Mikilsverð tímamót urðu í gær þegar tvö frumvörp sem varða lífskjör og mannréttindi fatlaðs fólks voru samþykkt á Alþingi. Þetta eru tímamót sem ég fagna og gleðst yfir og vona svo sannarlega að verði gleðileg öllum þeim sem málin snerta. Við sem höfum verið og erum í hagsmunagæslu fyrir öryrkja og fatlað fólk höfum lengi beðið þess að Mannréttindastofnun yrði samþykkt af Alþingi, það hefur nú raungerst og er ég viss um að hún verði samfélagi okkar réttarbót og sómi. Hér er rík þörf og næg verkefni fyrir stofnun um mannréttindi, það sjáum við af fjölda mála sem ÖBÍ hefur rekið fyrir fatlað fólk og á málafjölda Réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Ég þakka sérstaklega fyrrverandi forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur fyrir að setja verkefnið í forgang og veita því brautargengi, ég þakka þingmönnum VG, öðrum þingflokkum og öllum þeim sem barist hafa fyrir því að fá Mannréttindastofnun á Íslandi. Nú er loks hægt að snúa sér að því að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, HÚRRA! Í áratugi hafa verið gerðar tilraunir til að koma á nýju kerfi örorkulífeyris Almannatrygginga. Síðustu ár tókst að halda þræði milli stjórnvalda og samtaka fatlaðs fólks sem áttu raunverulegan þátt í vinnunni, og það skipti sköpum. Ég þakka félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrir hans miklu vinnu og einurð við að koma breytingum á örorkulífeyriskerfinu í gegn, þannig að 1. september 2025 verði gagnsærra og betra kerfi tekið upp. Ég þakka þingmönnum VG, og allra flokka, þá þakka ég sérstaklega stjórnarandstöðuflokkum fyrir að halda til streitu og ná í gegn mikilvægum breytingum á síðustu metrunum. Ég þakka öllum þeim sem komu að breytingum til batnaðar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga fyrir þeirra framlag og vinnu, sú vinna var ekki einföld eða létt. Það þurfti að hefja samtal og byggja upp traust milli aðila enda varnir hátt reistar - verja þurfti fatlað fólk! Ég vil sérstaklega nefna þátt ÖBÍ réttindasamtaka sem voru vakin og sofin yfir verkefninu, lögðu fram vandaðar umsagnir, bentu á úrbætur og fylgdu málum eftir af festu. Ég þakka fulltrúum ÖBÍ vítt og breytt, í forystu, vinnuhópum, málefnahópum og starfsmönnum ÖBÍ, og öllum þeim félög, samtökum og einstaklingum sem mættu á fundi, áttu samtöl, skrifuðu umsagnir og greinar, gagnrýndu og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að þetta lagafrumvarp, sem varðar líf þúsunda einstaklinga á svo margvíslegan hátt, yrði raunveruleg réttarbót og verði velferð fólksins. Nýtt örorkulífeyriskerfi verður að tryggja fólki öryggi, þar spilar afkomuöryggi stóran hlut. Það verður raunverulega að virka og vera kerfið sem grípur okkur eða okkar nánustu og tekur þétt utan um fólk, þegar aðstæður þess eru slíkar að það getur ekki séð sér og sínum farborða, þarfnast endurhæfingar og stuðnings. Kerfið þarf að vera gott og styðjandi en ekki refsandi. Ég trúi að það lagafrumvarp sem nú er samþykkt af Alþingi, sé réttarbót og muni gagnast mun betur þeim tugþúsundum einstaklinga sem þurfa að reiða sig á það. Baráttan er þó ekki búin og áfram mun þurfa að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum og sífellt batnandi lífskjörum! Gangi okkur öllum vel! Höfundur er öryrki, núverandi formaður Sjálfsbjargar lsh. og fyrrverandi formaður ÖBÍ.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun