Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópulögreglunni, Europol. Þar segir að aðgerðirnar hafi leitt til þess að 42 hafi verið handteknir, þar á meðal höfuðpaurs samtakanna, sem dvaldi á Spáni undir fölsku flaggi.
Þá var gerð húsleit á 28 stöðum, í Granada, Málaga og Sevilla, bæði í heimahúsum og á framleiðslustöðum. Starfsemi sex gróðrarstöðva fyrir maríjúana var einnig stöðvuð.
Lögregla gerði upptæk meira en tvö tonn af kannabis og umtalsvert magn annarra efna á borð við hass, þrjú skotvopn, fjölda skothylkja, tólf lúxusbíla og meira en 100 þúsund evrur í reiðufé. Það samsvarar tæpum 15 milljónum íslenskra króna.