Gleðitíðindi að koma Assange loks úr fangelsi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. júní 2024 09:26 Kristinn Hrafnsson Wikileaks Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fagnar því í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks sé frjáls maður eftir áralanga frelsissviptingu. Hann segir að ekki verði hægt að greina frá dómssáttinni í smáatriðum fyrr en á morgun. „Ég er búinn að vita hvað til stóð og er búinn að vera að vinna að þessu þannig þetta kemur ekki beinlínis á óvart, en gleðidagur engu að síður. Að loksins að koma manninum út úr fangelsi og á leið til frelsis og að sameinast fjölskyldu sinni, Stellu og strákunum tveimur, í fyrsta skipti sem frjáls maður.“ Kristinn bendir á að í fjórtán ár hafi Assange verið frelsissviptur með einum eða öðrum hætti. Fyrst sem diplómatískur flóttamaður í sendiráði Ekvador, í stofufangelsi í sveit í London og svo í 1.901 dag í Belmarsh-fangelsi í London í Bretlandi. „Þetta er lausn sem er búin að vera í bígerð í töluverðan tíma en loks náðist að negla þetta saman og hann er á ferð til frelsis í Ástralíu.“ Fram kom í fréttum í morgun að Assange hefði náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Hann á að mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum í Norðvestur Kyrrahafi, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Hægt að greina frá innihaldi á morgun Kristinn segist, vegna sérstaka aðstæðna og samkvæmt samkomulagi við lögmenn, ekki geta tjáð sig um innihald dómssáttarinnar fyrr en á morgun. „Það má bíða til morguns þar sem við getum farið að greina í smáatriðunum nákvæmlega hvað í þessu felst. Gleðitíðindi dagsins eru þau að það sé búið að ná honum út og það sé búið að ná samningi um það og er á leið til frelsis.“ Sigur í maí Kristinn segir þetta samkomulag koma í kjölfar sigurs Assange í réttarsal í Bretlandi þegar hann fékk leyfi til áfrýjunar í framsalsmálinu, með tilvísun í réttarfarsnefnd á grundvelli fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. „Sem snýr meðal annars að frjálsri blaðamennsku. Þá verða vatnaskil og ekki er að undra að við erum hér nokkrum mánuðum síðar í þessum sporum í dag.“ Kristinn er í stöðugu sambandi við Assange en segist ætla að bíða aðeins með að fara út til að hitta hann. „Ég leyfi honum að jafna sig. Við erum í góðu sambandi og höldum því áfram,“ segir Kristinn sem fagnar afmæli sínu í dag og segir þetta einn ánægjulegasta afmælisdag sem hann hefur átt lengi. Mál Julians Assange WikiLeaks Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24. júní 2024 23:50 „Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks 20. maí 2024 21:01 Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20. maí 2024 15:33 Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
„Ég er búinn að vita hvað til stóð og er búinn að vera að vinna að þessu þannig þetta kemur ekki beinlínis á óvart, en gleðidagur engu að síður. Að loksins að koma manninum út úr fangelsi og á leið til frelsis og að sameinast fjölskyldu sinni, Stellu og strákunum tveimur, í fyrsta skipti sem frjáls maður.“ Kristinn bendir á að í fjórtán ár hafi Assange verið frelsissviptur með einum eða öðrum hætti. Fyrst sem diplómatískur flóttamaður í sendiráði Ekvador, í stofufangelsi í sveit í London og svo í 1.901 dag í Belmarsh-fangelsi í London í Bretlandi. „Þetta er lausn sem er búin að vera í bígerð í töluverðan tíma en loks náðist að negla þetta saman og hann er á ferð til frelsis í Ástralíu.“ Fram kom í fréttum í morgun að Assange hefði náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. Hann á að mæta fyrir dómara á Norður-Maróinaeyjum í Norðvestur Kyrrahafi, sem eru undir stjórn Bandaríkjanna. Síðastliðin fimm ár hefur Assange dvalið í fangelsi í Bretlandi og reynt að forðast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Hann mun hafa farið fram á það að mæta fyrir dómara annars staðar en á meginlandi Bandaríkjanna. Assange er ákærður fyrir að afla sér og dreifa leynilegum upplýsingum um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að háttsemin hafi komið fólki í lífshættu. Hægt að greina frá innihaldi á morgun Kristinn segist, vegna sérstaka aðstæðna og samkvæmt samkomulagi við lögmenn, ekki geta tjáð sig um innihald dómssáttarinnar fyrr en á morgun. „Það má bíða til morguns þar sem við getum farið að greina í smáatriðunum nákvæmlega hvað í þessu felst. Gleðitíðindi dagsins eru þau að það sé búið að ná honum út og það sé búið að ná samningi um það og er á leið til frelsis.“ Sigur í maí Kristinn segir þetta samkomulag koma í kjölfar sigurs Assange í réttarsal í Bretlandi þegar hann fékk leyfi til áfrýjunar í framsalsmálinu, með tilvísun í réttarfarsnefnd á grundvelli fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. „Sem snýr meðal annars að frjálsri blaðamennsku. Þá verða vatnaskil og ekki er að undra að við erum hér nokkrum mánuðum síðar í þessum sporum í dag.“ Kristinn er í stöðugu sambandi við Assange en segist ætla að bíða aðeins með að fara út til að hitta hann. „Ég leyfi honum að jafna sig. Við erum í góðu sambandi og höldum því áfram,“ segir Kristinn sem fagnar afmæli sínu í dag og segir þetta einn ánægjulegasta afmælisdag sem hann hefur átt lengi.
Mál Julians Assange WikiLeaks Fjölmiðlar Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35 Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24. júní 2024 23:50 „Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks 20. maí 2024 21:01 Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20. maí 2024 15:33 Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Assange farinn frá Bretlandi Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er farinn frá Bretlandi. Hann hefur náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að gangast undir dómsátt þar sem hann mun játa sök í njósnamáli á hendur honum, en ekki sitja í fangelsi. 25. júní 2024 06:35
Assange sagður játa sök til að ganga laus Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, er sagður munu játa sök í sakamáli sem bandarísk stjórnvöld höfða á hendur honum. Það sé hluti af dómsátt sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna bjóði honum. 24. júní 2024 23:50
„Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks 20. maí 2024 21:01
Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20. maí 2024 15:33
Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00