Innlent

Bein út­sending: Að­gerðir kynntar gegn of­beldi meðal barna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar

Mennta- og barnamálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið minna á blaðamannafund um aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna í dag kl. 13:00 í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík.

Kynntar verða aðgerðir stjórnvalda til að sporna við vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi og auka forvarnir og inngildingu með samstilltu átaki fjölbreyttra þjónustu- og viðbragðsaðila.

Aðgerðirnar verða kynntar af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, og Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. 

Fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra að áhyggjur sé uppi af hópamyndum ungmenna og þá sérstaklega ungra karlmanna. Þá séu dæmi um að börn séu hagnýtt í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi.


Tengdar fréttir

Góð samskipti við börn besta forvörnin

Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin.

Börn hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi

Lögregla greinir mikla aukningu þegar kemur að stórfelldum líkamsárásum sem framin eru af ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi.

Börn hag­nýtt í skipu­lagðri brotastarfsemi

Lögregla greinir mikla aukningu þegar kemur að stórfelldum líkamsárásum sem framin eru af ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi.

Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna

Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×