100 ára afmæli lýðveldisins Íslands Margrét Tryggvadóttir skrifar 26. júní 2024 07:00 Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Finnland Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var ég í Helsinki og heimsótti þar nýja bókasafnið Oodi í miðborginni. Þangað hef ég reyndar komið áður en nú var ég í hópi sem fékk formlega leiðsögn frá safninu. Þar kom fram að safnið hafði verið afmælisgjöf til finnsku þjóðarinnar á 100 ára afmæli lýðveldisins árið 2017. Hin afmælisgjöfin var fullkominn ísbrjótur. Mikið finnst mér það fallegar gjafir þjóðar sem á enga höfn sem ekki frýs til sjálfrar sín; ísbrjótur og stórkostlegt bókasafn sem líka er svo margt fleira. Staður þar sem öll geta notið sín, óháð efnahag og uppruna. Fyrr í mánuðinum héldu stjórnvöld upp á 80 ára afmæli lýðveldisins. Ég var uppi í sveit og upptekin við annað á þjóðhátíðardaginn svo formleg hátíðarhöld hefðu sennilega farið alveg framhjá mér ef ég hefði ekki komið að gerð ágætrar bókar um fjallkonuna sem gefin var út í stóru upplagi eins og frægt er orðið. Sitt sýnist hverjum um það framtak stjórnarráðsins en ég hef einfaldan smekk þegar kemur að bókum: Því fleiri, því betra. Auk þess stóðu stjórnvöld fyrir nokkurra daga dagskrá á Þingvöllum, göngutúrum, kórlagakeppni, hátíðarkökum og ýmsu fleiru. Fyrir 30 árum var blásið til mikilla hátíðarhalda vegna 50 ára afmælis lýðveldisins, hátíðardags sem flestir minnast sem þjóðvegahátíðarinnar miklu þar sem einkabílisminn náði einhverskonar hátindi og stór hluti þjóðarinnar sat fastur í bílaröð á Þingvallaveginum í tæpan sólarhring. Í bókinni um fjallkonuna er svo greint frá hátíðarhöldunum rigningardaginn 17. júní 1944, sem nokkrir karlar skipulögðu hátíðardagskrána með þeim hætti að tugir ef ekki hundruðir annarra karla tróðu upp, héldu ræður og sýndu fimleika, glímu og víkingabúninga, svo eitthvað sé nefnt. Eina konan sem átti að gegna einhverju hlutverki var táknmynd – fjallkonan – og hún gleymdist úti í bíl, íklædd skautbúningi og fékk aldrei að flytja verðlaunaljóðið fyrir þjóðina. Sennilega erum við ekki sérlega góð í að skipuleggja svona viðburði og kannski heldur ekki neitt annað. Mér finnst oft eins og allt sé hér tilviljunum háð. Hlutirnir gerast bara einhvern veginn. Nú eru t.d. 19 ár síðan ríkið seldi Landssíma Íslands fyrir 66,7 milljarða og ætlaði að fjármagna nýtt þjóðarsjúkrahús með þeim peningum. Einmitt. Við förum vart að halda upp á 90 ára afmælið með miklum glæsibrag – en það styttist í að lýðveldið Ísland verði 100 ára. Hvað ætlum við að gera þá? Hvað viljum við og hvað þurfum við helst eftir 20 ár? Mér dettur ýmislegt í hug. Náttúruminjasafn Íslands er eitt af þremur höfuðsöfnum Íslands en á hvergi heima þótt það haldi úti fínni sýningu um vatn í Perlunni. Hvað væri Ísland án náttúrunnar? Flott safn er ekki byggt á einum degi frekar en þjóðarsjúkrahús – það þyrfti að byrja strax. Þótt nýja þjóðarsjúkrahúsið sé ekki enn komið í gagnið ættum við að vera farin að huga að því næsta. Við erum í skuld. Borgarlínan! Hver verður staðan á henni eftir 20 ár? Hvað með lest norður á Akureyri? Eða kannski háhraða lestarkerfi allan hringinn? Ég væri líka til í hjólaleiðir á milli bæja á landsbyggðinni. Ný stjórnarskrá. Hei, við eigum eina sem Alþingi gleymdi að lögfesta. Nýr gjaldmiðill og lægri vextir. Væri það eitthvað? Kolefnishlutleysi. Ekkert væri mikilvægara. Opinberar framkvæmdir taka oft óratíma – enda þarf að vanda til þeirra. (Nú er ég ekki að fullyrða að það sé alltaf gert). Ef við ætlum að skella í eitthvað betra en bollakökur og barmmerki á 100 ára afmæli lýðveldisins þyrftum við að fara að hugsa um það núna. Kannski væri best að efna til hugmyndasamkeppni meðal þjóðarinnar – fólks á öllum aldri, því þau sem eru átta ára núna verða 28 ára árið 2044. Það er einmitt það sem Finnar gerðu þegar lögð voru drög að Oodi, bókasafninu fína. Fólk á öllum aldri var spurt – og börnin vildu bæði tré og brekkur – og fengu hvoru tveggja. Höfundur er rithöfundur og áhugakona um fyrirhyggju.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun