23 fermetra þjóðfáni til sýnis í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2024 21:05 Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, sem segir að nýja sýningin með stóra fánanum hafi vakið mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stærsti þjóðfáni landsins er nú til sýnis í Keflavík í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins en fáninn var einmitt hylltur á lýðveldishátíðinni 1944 á Þingvöllum. Sýningin „Rís þú, Íslands unga merki“ stendur nú yfir hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar en aðalsýningargripurinn er fáninn sem hylltur var á lýðveldishátíðinni 1944 en með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur að lýðveldishátíðinni lokinni og var honum flaggað á þjóðhátíðardaginn í skrúðgarðinum þar til ársins 1973 þegar annar fáni tók við. „Og fáninn endaði í Byggðasafninu og okkur fannst alveg tilvalið að draga hann fram og sýna hann núna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og líka það að Reykjanesbær átti 30 ára afmæli í síðustu viku,“ segir Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. En helstu stærðartölur á fánanum, hverjar eru þær? „Hann er tæpir sex metrar á lengd og fjórir á hæð, þannig að hann er rétt tæpir 23 fermetrar. Þetta er engin smá smíði því það er ekkert að grín að sýna svona en við eigum þennan frábæra sal til að sýna hann í,“ bætir Eva Kristín við. Fánin er rétt tæpir 23 fermetrar að stærð og líklega stærsti þjóðfáni Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að fáninn sé í aðalhlutverki á sýningunni þá eru ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar um hann á sýningunni. „Öðrum megin erum við að sýna myndir frá lýðveldishátíðinni og vídeó og allskonar gripi, sem tengjast stofnun lýðveldisins en hinum megin þá ákváðum við að sýna fánann eins og hann var notaður í Reykjanesbæ, myndir og líka kvikmynd frá hátíðarhöldum í skrúðgarðinum hérna enda er sagan hans 30 ára löng hérna í Reykjanesbæ,“ segir Eva Kristín að endingu. Heimasíða Byggðasafns Reykjanesbæjar Reykjanesbær Íslenski fáninn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Sýningin „Rís þú, Íslands unga merki“ stendur nú yfir hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar en aðalsýningargripurinn er fáninn sem hylltur var á lýðveldishátíðinni 1944 en með einhverjum ráðum tókst Helga S. Jónssyni að fá fánann til Keflavíkur að lýðveldishátíðinni lokinni og var honum flaggað á þjóðhátíðardaginn í skrúðgarðinum þar til ársins 1973 þegar annar fáni tók við. „Og fáninn endaði í Byggðasafninu og okkur fannst alveg tilvalið að draga hann fram og sýna hann núna í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og líka það að Reykjanesbær átti 30 ára afmæli í síðustu viku,“ segir Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. En helstu stærðartölur á fánanum, hverjar eru þær? „Hann er tæpir sex metrar á lengd og fjórir á hæð, þannig að hann er rétt tæpir 23 fermetrar. Þetta er engin smá smíði því það er ekkert að grín að sýna svona en við eigum þennan frábæra sal til að sýna hann í,“ bætir Eva Kristín við. Fánin er rétt tæpir 23 fermetrar að stærð og líklega stærsti þjóðfáni Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó að fáninn sé í aðalhlutverki á sýningunni þá eru ýmsar aðrar gagnlegar upplýsingar um hann á sýningunni. „Öðrum megin erum við að sýna myndir frá lýðveldishátíðinni og vídeó og allskonar gripi, sem tengjast stofnun lýðveldisins en hinum megin þá ákváðum við að sýna fánann eins og hann var notaður í Reykjanesbæ, myndir og líka kvikmynd frá hátíðarhöldum í skrúðgarðinum hérna enda er sagan hans 30 ára löng hérna í Reykjanesbæ,“ segir Eva Kristín að endingu. Heimasíða Byggðasafns Reykjanesbæjar
Reykjanesbær Íslenski fáninn Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira