Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 11:11 Búist er við að tugmilljónir manna stilli á CNN í kvöld til að fylgjast með kappræðunum. AP Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. Biden, sem er orðinn 81 árs, mun þurfa að sannfæra bandarísku þjóðina um að þrátt fyrir háan aldur og að hafa sýnt ummerki um heilsubrest sé hann í stakk búinn til að halda embætti. Kviðdómur í New York sakfelldi Trump í síðasta mánuði fyrir að hylma yfir greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem hefur verið sakfelldur í sakamáli. Eflaust eitthvað sem hann mun þurfa að svara fyrir. Búist er við að innflytjendamál, þungunarrof, hækkandi glæpatíðni og velferðarmál verði ofarlega á baugi í kappræðunum. Biden muni herja á Trump í tengslum við stefnur hans tengdar þungunarrofi og Trump herji á Biden í tengslum við streymi innflytjenda inn í landið, sem hann segir hafa farið fram úr öllu hófi. Samkvæmt könnun sem AP framkvæmdi eru báðir frambjóðendur óvinsælir meðal meiri hluta bandarísku þjóðarinnar og búast má við að þeir mæti miklum mótvindi úr gagnstæðum fylkingum. Þá sýna kannanir að kjósendur hafi meiri áhyggjur af háum aldri Biden, en hann er þremur árum eldri en Trump. Kappræðurnar eru einnig þær fyrstu í ríkinu þar sem fyrrverandi og núverandi forseti mætast. Frambjóðendurnir fá níutíu mínútur í kappræðurnar sem fara fram klukkan níu í kvöld að staðartíma en klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27 Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Biden, sem er orðinn 81 árs, mun þurfa að sannfæra bandarísku þjóðina um að þrátt fyrir háan aldur og að hafa sýnt ummerki um heilsubrest sé hann í stakk búinn til að halda embætti. Kviðdómur í New York sakfelldi Trump í síðasta mánuði fyrir að hylma yfir greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem hefur verið sakfelldur í sakamáli. Eflaust eitthvað sem hann mun þurfa að svara fyrir. Búist er við að innflytjendamál, þungunarrof, hækkandi glæpatíðni og velferðarmál verði ofarlega á baugi í kappræðunum. Biden muni herja á Trump í tengslum við stefnur hans tengdar þungunarrofi og Trump herji á Biden í tengslum við streymi innflytjenda inn í landið, sem hann segir hafa farið fram úr öllu hófi. Samkvæmt könnun sem AP framkvæmdi eru báðir frambjóðendur óvinsælir meðal meiri hluta bandarísku þjóðarinnar og búast má við að þeir mæti miklum mótvindi úr gagnstæðum fylkingum. Þá sýna kannanir að kjósendur hafi meiri áhyggjur af háum aldri Biden, en hann er þremur árum eldri en Trump. Kappræðurnar eru einnig þær fyrstu í ríkinu þar sem fyrrverandi og núverandi forseti mætast. Frambjóðendurnir fá níutíu mínútur í kappræðurnar sem fara fram klukkan níu í kvöld að staðartíma en klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27 Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27
Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00