Fastagestur á níræðisaldri káfaði á konu í sundi Árni Sæberg skrifar 27. júní 2024 13:30 Maðurinn káfaði á konunni í heitum potti. Þessi pottur er ekki á Vestfjörðum og myndin tengist fréttinni því ekki beint. Master/Getty Karlmaður fæddur árið 1940 hefur verið sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni með því að káfa á konu í sundlaug á Vestfjörðum. Ákvörðun refsingar mannsins, sem er fastagestur í lauginni, var frestað og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp þann 10. júní síðastliðinn en ekki birtur fyrr en í dag. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að RÚV hafi þurft að ganga á eftir því að dómurinn yrði birtur. Maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa árið 2022, í heitum potti í ótilgreindri sundlaug á ótilgreindum stað á Vestfjörðum, strokið bert holdi við rass konunnar og strokið mjöðm, rass og brjóstsvæði hennar utan klæða. Tekinn í öryggismyndavél Í dóminum segir að umræddan dag hafi konan verið í heitum potti ásamt tveimur konum. Konan hafi verið starfsmaður sundlaugarinnar en ekki verið á vakt þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn sé fastagestur sundlaugarinnar. Á upptökum úr myndavélum sundlaugarinnar megi sjá að þegar maðurinn kom í pottinn hafi konan setið í horni þar sem mættust langhlið og skammhlið, þeim megin sem tröppurnar lágu ofan í pottinn. Hann hafi dvalið um stund í pottinum og ákæra byggi á því að þar hafi hann áreitt konuna kynferðislega með því að strjúka bert hold við rass hennar og að strjúka mjöðm, rass og brjóstasvæði hennar utan klæða. Maðurinn neiti alfarið að hafa gert þetta. Hann hafi síðan farið upp úr heita pottinum og í nálægan kaldan pott. Hann hafi svo komið nokkru síðar aftur í heita pottinn en þá hafi brotaþoli og konurnar farið upp úr pottinum og haldið til búningsklefa. Kannast ekkert við að hafa káfað á konunni Í dóminum segir að maðurinn hafi gefið skýrslu fyrir dómi og sagst ekkert kannast við að ofangreint hafi gerst. Hann hafi farið í pottinn og sest þar í smá stund og þar hafi verið brotaþoli og vitnin tvö. Hann myndi ekki eftir að hafa átt orðaskipti við brotaþola eða aðra í pottinum, að minnsta kosti ekkert utan að bjóða góðan daginn. Hann hafi síðan farið uppúr til að fara í kalda pottinn. Þessar þrjár konur hafi enn verið í pottinum þegar hann hafi komið til baka en farið upp úr fljótlega eftir að hann kom aftur. Þá hafi hann staðfest að hann væri maðurinn sem sést á áðurnefndum upptökum. Hafði áður verið óviðeigandi Konan hafi einnig gefið skýrslu fyrir dómi og kveðist vera starfsmaður sundlaugarinnar. Maðurinn hafi verið fastagestur og hún þekkja til hans. „Hún lýsti því að nokkru fyrir þann atburð sem hér er fjallað um hafi ákærði eitt sinn rétt henni hönd sína og hún hafi tekið í hana. Ákærði hafi þá nuddað á henni lófann og hafi spurt hvort hún myndi hleypa honum inn ef hann kæmi heim til hennar um kvöld. Kvaðst hún hafa sagt við ákærða að gerði hann það myndi hún henda honum út,“ segir í dóminum. Degi síðar hafi ákærði beðið hana afsökunar á þessari framkomu. Hún hafi því talið að „þetta væri búið mál“ en svo hafi ofangreint gerst í pottinum. Ákvörðun refsingar frestað vegna aldurs Í dóminum segir að sannað teljist gegn neitun mannsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru, með vísan til vitnisburðar konunnar og hinna kvennanna tvegggja í pottinum. Ákærði sé fæddur árið 1940 og verði því 84 ára á árinu. Samkvæmt sakavottorði hafi hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Sú kynferðislega áreitni sem hann hefur gerst sekur um sé alvarlegt brot og beinist gegn mikilvægum hagsmunum. Á hinn bóginn þyki dóminum rétt að hafa í huga að ákærði er aldraður maður, án sakarferils. Þá hafi málið verið nokkuð lengi til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómi. Með hliðsjón af þessu sé það mat dómsins að rétt sé að fresta ákvörðun refsingar og falli hún niður eftir tvö ár haldi maðurinn almennt skilorð Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað, 2,44 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Sundlaugar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp þann 10. júní síðastliðinn en ekki birtur fyrr en í dag. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að RÚV hafi þurft að ganga á eftir því að dómurinn yrði birtur. Maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa árið 2022, í heitum potti í ótilgreindri sundlaug á ótilgreindum stað á Vestfjörðum, strokið bert holdi við rass konunnar og strokið mjöðm, rass og brjóstsvæði hennar utan klæða. Tekinn í öryggismyndavél Í dóminum segir að umræddan dag hafi konan verið í heitum potti ásamt tveimur konum. Konan hafi verið starfsmaður sundlaugarinnar en ekki verið á vakt þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn sé fastagestur sundlaugarinnar. Á upptökum úr myndavélum sundlaugarinnar megi sjá að þegar maðurinn kom í pottinn hafi konan setið í horni þar sem mættust langhlið og skammhlið, þeim megin sem tröppurnar lágu ofan í pottinn. Hann hafi dvalið um stund í pottinum og ákæra byggi á því að þar hafi hann áreitt konuna kynferðislega með því að strjúka bert hold við rass hennar og að strjúka mjöðm, rass og brjóstasvæði hennar utan klæða. Maðurinn neiti alfarið að hafa gert þetta. Hann hafi síðan farið upp úr heita pottinum og í nálægan kaldan pott. Hann hafi svo komið nokkru síðar aftur í heita pottinn en þá hafi brotaþoli og konurnar farið upp úr pottinum og haldið til búningsklefa. Kannast ekkert við að hafa káfað á konunni Í dóminum segir að maðurinn hafi gefið skýrslu fyrir dómi og sagst ekkert kannast við að ofangreint hafi gerst. Hann hafi farið í pottinn og sest þar í smá stund og þar hafi verið brotaþoli og vitnin tvö. Hann myndi ekki eftir að hafa átt orðaskipti við brotaþola eða aðra í pottinum, að minnsta kosti ekkert utan að bjóða góðan daginn. Hann hafi síðan farið uppúr til að fara í kalda pottinn. Þessar þrjár konur hafi enn verið í pottinum þegar hann hafi komið til baka en farið upp úr fljótlega eftir að hann kom aftur. Þá hafi hann staðfest að hann væri maðurinn sem sést á áðurnefndum upptökum. Hafði áður verið óviðeigandi Konan hafi einnig gefið skýrslu fyrir dómi og kveðist vera starfsmaður sundlaugarinnar. Maðurinn hafi verið fastagestur og hún þekkja til hans. „Hún lýsti því að nokkru fyrir þann atburð sem hér er fjallað um hafi ákærði eitt sinn rétt henni hönd sína og hún hafi tekið í hana. Ákærði hafi þá nuddað á henni lófann og hafi spurt hvort hún myndi hleypa honum inn ef hann kæmi heim til hennar um kvöld. Kvaðst hún hafa sagt við ákærða að gerði hann það myndi hún henda honum út,“ segir í dóminum. Degi síðar hafi ákærði beðið hana afsökunar á þessari framkomu. Hún hafi því talið að „þetta væri búið mál“ en svo hafi ofangreint gerst í pottinum. Ákvörðun refsingar frestað vegna aldurs Í dóminum segir að sannað teljist gegn neitun mannsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru, með vísan til vitnisburðar konunnar og hinna kvennanna tvegggja í pottinum. Ákærði sé fæddur árið 1940 og verði því 84 ára á árinu. Samkvæmt sakavottorði hafi hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Sú kynferðislega áreitni sem hann hefur gerst sekur um sé alvarlegt brot og beinist gegn mikilvægum hagsmunum. Á hinn bóginn þyki dóminum rétt að hafa í huga að ákærði er aldraður maður, án sakarferils. Þá hafi málið verið nokkuð lengi til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómi. Með hliðsjón af þessu sé það mat dómsins að rétt sé að fresta ákvörðun refsingar og falli hún niður eftir tvö ár haldi maðurinn almennt skilorð Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað, 2,44 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Sundlaugar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira