Fastagestur á níræðisaldri káfaði á konu í sundi Árni Sæberg skrifar 27. júní 2024 13:30 Maðurinn káfaði á konunni í heitum potti. Þessi pottur er ekki á Vestfjörðum og myndin tengist fréttinni því ekki beint. Master/Getty Karlmaður fæddur árið 1940 hefur verið sakfelldur fyrir kynferðislega áreitni með því að káfa á konu í sundlaug á Vestfjörðum. Ákvörðun refsingar mannsins, sem er fastagestur í lauginni, var frestað og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp þann 10. júní síðastliðinn en ekki birtur fyrr en í dag. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að RÚV hafi þurft að ganga á eftir því að dómurinn yrði birtur. Maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa árið 2022, í heitum potti í ótilgreindri sundlaug á ótilgreindum stað á Vestfjörðum, strokið bert holdi við rass konunnar og strokið mjöðm, rass og brjóstsvæði hennar utan klæða. Tekinn í öryggismyndavél Í dóminum segir að umræddan dag hafi konan verið í heitum potti ásamt tveimur konum. Konan hafi verið starfsmaður sundlaugarinnar en ekki verið á vakt þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn sé fastagestur sundlaugarinnar. Á upptökum úr myndavélum sundlaugarinnar megi sjá að þegar maðurinn kom í pottinn hafi konan setið í horni þar sem mættust langhlið og skammhlið, þeim megin sem tröppurnar lágu ofan í pottinn. Hann hafi dvalið um stund í pottinum og ákæra byggi á því að þar hafi hann áreitt konuna kynferðislega með því að strjúka bert hold við rass hennar og að strjúka mjöðm, rass og brjóstasvæði hennar utan klæða. Maðurinn neiti alfarið að hafa gert þetta. Hann hafi síðan farið upp úr heita pottinum og í nálægan kaldan pott. Hann hafi svo komið nokkru síðar aftur í heita pottinn en þá hafi brotaþoli og konurnar farið upp úr pottinum og haldið til búningsklefa. Kannast ekkert við að hafa káfað á konunni Í dóminum segir að maðurinn hafi gefið skýrslu fyrir dómi og sagst ekkert kannast við að ofangreint hafi gerst. Hann hafi farið í pottinn og sest þar í smá stund og þar hafi verið brotaþoli og vitnin tvö. Hann myndi ekki eftir að hafa átt orðaskipti við brotaþola eða aðra í pottinum, að minnsta kosti ekkert utan að bjóða góðan daginn. Hann hafi síðan farið uppúr til að fara í kalda pottinn. Þessar þrjár konur hafi enn verið í pottinum þegar hann hafi komið til baka en farið upp úr fljótlega eftir að hann kom aftur. Þá hafi hann staðfest að hann væri maðurinn sem sést á áðurnefndum upptökum. Hafði áður verið óviðeigandi Konan hafi einnig gefið skýrslu fyrir dómi og kveðist vera starfsmaður sundlaugarinnar. Maðurinn hafi verið fastagestur og hún þekkja til hans. „Hún lýsti því að nokkru fyrir þann atburð sem hér er fjallað um hafi ákærði eitt sinn rétt henni hönd sína og hún hafi tekið í hana. Ákærði hafi þá nuddað á henni lófann og hafi spurt hvort hún myndi hleypa honum inn ef hann kæmi heim til hennar um kvöld. Kvaðst hún hafa sagt við ákærða að gerði hann það myndi hún henda honum út,“ segir í dóminum. Degi síðar hafi ákærði beðið hana afsökunar á þessari framkomu. Hún hafi því talið að „þetta væri búið mál“ en svo hafi ofangreint gerst í pottinum. Ákvörðun refsingar frestað vegna aldurs Í dóminum segir að sannað teljist gegn neitun mannsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru, með vísan til vitnisburðar konunnar og hinna kvennanna tvegggja í pottinum. Ákærði sé fæddur árið 1940 og verði því 84 ára á árinu. Samkvæmt sakavottorði hafi hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Sú kynferðislega áreitni sem hann hefur gerst sekur um sé alvarlegt brot og beinist gegn mikilvægum hagsmunum. Á hinn bóginn þyki dóminum rétt að hafa í huga að ákærði er aldraður maður, án sakarferils. Þá hafi málið verið nokkuð lengi til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómi. Með hliðsjón af þessu sé það mat dómsins að rétt sé að fresta ákvörðun refsingar og falli hún niður eftir tvö ár haldi maðurinn almennt skilorð Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað, 2,44 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Sundlaugar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp þann 10. júní síðastliðinn en ekki birtur fyrr en í dag. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að RÚV hafi þurft að ganga á eftir því að dómurinn yrði birtur. Maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa árið 2022, í heitum potti í ótilgreindri sundlaug á ótilgreindum stað á Vestfjörðum, strokið bert holdi við rass konunnar og strokið mjöðm, rass og brjóstsvæði hennar utan klæða. Tekinn í öryggismyndavél Í dóminum segir að umræddan dag hafi konan verið í heitum potti ásamt tveimur konum. Konan hafi verið starfsmaður sundlaugarinnar en ekki verið á vakt þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn sé fastagestur sundlaugarinnar. Á upptökum úr myndavélum sundlaugarinnar megi sjá að þegar maðurinn kom í pottinn hafi konan setið í horni þar sem mættust langhlið og skammhlið, þeim megin sem tröppurnar lágu ofan í pottinn. Hann hafi dvalið um stund í pottinum og ákæra byggi á því að þar hafi hann áreitt konuna kynferðislega með því að strjúka bert hold við rass hennar og að strjúka mjöðm, rass og brjóstasvæði hennar utan klæða. Maðurinn neiti alfarið að hafa gert þetta. Hann hafi síðan farið upp úr heita pottinum og í nálægan kaldan pott. Hann hafi svo komið nokkru síðar aftur í heita pottinn en þá hafi brotaþoli og konurnar farið upp úr pottinum og haldið til búningsklefa. Kannast ekkert við að hafa káfað á konunni Í dóminum segir að maðurinn hafi gefið skýrslu fyrir dómi og sagst ekkert kannast við að ofangreint hafi gerst. Hann hafi farið í pottinn og sest þar í smá stund og þar hafi verið brotaþoli og vitnin tvö. Hann myndi ekki eftir að hafa átt orðaskipti við brotaþola eða aðra í pottinum, að minnsta kosti ekkert utan að bjóða góðan daginn. Hann hafi síðan farið uppúr til að fara í kalda pottinn. Þessar þrjár konur hafi enn verið í pottinum þegar hann hafi komið til baka en farið upp úr fljótlega eftir að hann kom aftur. Þá hafi hann staðfest að hann væri maðurinn sem sést á áðurnefndum upptökum. Hafði áður verið óviðeigandi Konan hafi einnig gefið skýrslu fyrir dómi og kveðist vera starfsmaður sundlaugarinnar. Maðurinn hafi verið fastagestur og hún þekkja til hans. „Hún lýsti því að nokkru fyrir þann atburð sem hér er fjallað um hafi ákærði eitt sinn rétt henni hönd sína og hún hafi tekið í hana. Ákærði hafi þá nuddað á henni lófann og hafi spurt hvort hún myndi hleypa honum inn ef hann kæmi heim til hennar um kvöld. Kvaðst hún hafa sagt við ákærða að gerði hann það myndi hún henda honum út,“ segir í dóminum. Degi síðar hafi ákærði beðið hana afsökunar á þessari framkomu. Hún hafi því talið að „þetta væri búið mál“ en svo hafi ofangreint gerst í pottinum. Ákvörðun refsingar frestað vegna aldurs Í dóminum segir að sannað teljist gegn neitun mannsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru, með vísan til vitnisburðar konunnar og hinna kvennanna tvegggja í pottinum. Ákærði sé fæddur árið 1940 og verði því 84 ára á árinu. Samkvæmt sakavottorði hafi hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Sú kynferðislega áreitni sem hann hefur gerst sekur um sé alvarlegt brot og beinist gegn mikilvægum hagsmunum. Á hinn bóginn þyki dóminum rétt að hafa í huga að ákærði er aldraður maður, án sakarferils. Þá hafi málið verið nokkuð lengi til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi og fyrir dómi. Með hliðsjón af þessu sé það mat dómsins að rétt sé að fresta ákvörðun refsingar og falli hún niður eftir tvö ár haldi maðurinn almennt skilorð Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað, 2,44 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Sundlaugar Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira