Uppgjör: Stjarnan - Víkingur 0-4 | Algjörir yfirburðir gestanna í Garðabæ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2024 21:00 Helgi Guðjónson átti frábæra innkomu og skoraði tvö mörk. Vísir/Hulda Margrét Víkingur heimsótti Stjörnuna í Garðabæ og vann 4-0 stórsigur. Heimamenn sáu einfaldlega aldrei til sólarinnar gegn ógnarsterkum gestunum. Víkingur var með öll tök á leiknum frá fyrstu mínútu og Stjörnumenn sáu ekki til sólarinnar. Slíkan fjölda marktækifæra hefur maður sjaldan séð. Stjarnan fékk vissulega einhverja hálf-sénsa en það var bara því Víkingar voru spólgraðir og sóttu hart á mörgum mönnum. Nikolaj Hansen kom Víkingi yfir á 10. mínútu, Danijel Dejan Djuric gerði vel þar og vann kapphlaup við Óla Val Ómarsson um boltann. Rak hann upp að endalínu og lagði út á Nikolaj sem potaði tánni í boltann og skoraði. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, vildi sjá brot dæmt á Djuric í aðdragandanum og fékk gult spjald fyrir mótmæli. Karl Friðleifur Gunnarsson tvöfaldaði forystuna svo á 23. mínútu. Víkingar sóttu upp hægra megin, Matthías Vilhjálmsson kom utan á Erling Agnarsson og gaf boltann yfir á fjærstöngina þar sem Karl Friðleifur stóð aleinn og kláraði auðvelt færi í galopið markið. Erlingur Agnarsson og Danijel Dejan Djuric í fyrri leik liðanna á tímabilinu.Vísir / Hulda Margrét Víkingur átti nær óteljandi færi eftir það og Stjörnumenn gátu prísað sig sæla að halda inn í hálfleikinn aðeins 2-0 undir. Bæði lið héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik. Víkingar með algjöra yfirburði. Danijel Dejan Djuric átti gott skot í stöng og gaf síðan skömmu seinna alveg sturlaða fyrirgjöf á Helga Guðjónsson sem var nýkominn inn á. Helgi dempaði boltann vel og kláraði færið með laglegu utanfótar skoti. Hans fyrstu tvær snertingar á boltann í leiknum. Aftur voru þeir félagar á ferðinni á 78. mínútu. Danijel Dejan Djuric þræddi boltann í gegn á Helga sem kláraði færið með virkilega laglegri vippu. Skiptimaður sem reyndist Víkingum vel, ekki að þeir hafi þurft á því að halda endilega, slíkir voru yfirburðirnir fyrir. Lokatölur 4-0. Slíkur var svipurinn á Stjörnumönnum í kvöld. Mynd úr fyrri leik liðanna.Vísir / Hulda Margrét Atvik leiksins Það er afskaplega fátt sem stendur upp úr svo einhliða leik. Fyrsta markið setti að mörgu leyti tóninn fyrir það sem koma skyldi. Djuric miklu grimmari en Óli Valur og tók bara boltann. Þjálfari Stjörnunnar fékk gult fyrir kjaft í kjölfarið þegar það hafði engan rétt á sér, í stað þess að beina sökinni þangað sem hún átti heima. Stjörnur og skúrkar Danijel Dejan Djuric maður leiksins, stórkostlegur í kvöld. Virkilega óheppinn að hafa ekki skorað sjálfur en getur vonandi sætt sig við stoðsendingarnar tvær. Helgi Guðjónsson með svakalega innkomu líka. Margir Víkingar sem eiga stjörnu skilið í kladdann, ólíkt Stjörnumönnunum sjálfum, sem voru allir sem einn alveg vonlausir. Líklega þeirra slakasta frammistaða í sumar, og þá er mikið sagt eftir 5-1 afhroðið gegn Val um daginn. Danijel Dejan Djuric gaf tvær stoðsendingar og var óheppinn að hafa ekki sett hann sjálfur.Vísir/Hulda Margrét Stemning og umgjörð Iðulega vel staðið að allri umgjörð hér í Garðabænum. Vel gert við vallargesti í mat og drykk, kjötsúpan góða seður svangan maga. Eilíf sorgarsaga að stúkan skuli snúa til austurs og áhorfendur geti ekki notið kvöldsólarinnar en því verður víst ekki breytt úr þessu. Dómarinn [5] Erlendur Eiríksson á flautunni, Eysteinn Hrafnkelsson og Eðvarð Eðvarðsson til aðstoðar. Fínasta frammistaða en þeir voru farnir að vorkenna Stjörnunni undir lokin, slepptu þeim við spjöld og áttu svo eina hrikalega ákvörðun undir blálokin. Ari Sigurpálsson sloppinn einn í gegn og á undan Árna Snæ í boltann. Árni hamraði hann niður og hefði átt að fá rautt en Erlendi sýndist hann taka boltann. Kolröng ákvörðun en það nennti enginn að æsa sig of mikið í stöðunni 4-0. Lækkar einkunnina töluvert samt. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík
Víkingur heimsótti Stjörnuna í Garðabæ og vann 4-0 stórsigur. Heimamenn sáu einfaldlega aldrei til sólarinnar gegn ógnarsterkum gestunum. Víkingur var með öll tök á leiknum frá fyrstu mínútu og Stjörnumenn sáu ekki til sólarinnar. Slíkan fjölda marktækifæra hefur maður sjaldan séð. Stjarnan fékk vissulega einhverja hálf-sénsa en það var bara því Víkingar voru spólgraðir og sóttu hart á mörgum mönnum. Nikolaj Hansen kom Víkingi yfir á 10. mínútu, Danijel Dejan Djuric gerði vel þar og vann kapphlaup við Óla Val Ómarsson um boltann. Rak hann upp að endalínu og lagði út á Nikolaj sem potaði tánni í boltann og skoraði. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, vildi sjá brot dæmt á Djuric í aðdragandanum og fékk gult spjald fyrir mótmæli. Karl Friðleifur Gunnarsson tvöfaldaði forystuna svo á 23. mínútu. Víkingar sóttu upp hægra megin, Matthías Vilhjálmsson kom utan á Erling Agnarsson og gaf boltann yfir á fjærstöngina þar sem Karl Friðleifur stóð aleinn og kláraði auðvelt færi í galopið markið. Erlingur Agnarsson og Danijel Dejan Djuric í fyrri leik liðanna á tímabilinu.Vísir / Hulda Margrét Víkingur átti nær óteljandi færi eftir það og Stjörnumenn gátu prísað sig sæla að halda inn í hálfleikinn aðeins 2-0 undir. Bæði lið héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik. Víkingar með algjöra yfirburði. Danijel Dejan Djuric átti gott skot í stöng og gaf síðan skömmu seinna alveg sturlaða fyrirgjöf á Helga Guðjónsson sem var nýkominn inn á. Helgi dempaði boltann vel og kláraði færið með laglegu utanfótar skoti. Hans fyrstu tvær snertingar á boltann í leiknum. Aftur voru þeir félagar á ferðinni á 78. mínútu. Danijel Dejan Djuric þræddi boltann í gegn á Helga sem kláraði færið með virkilega laglegri vippu. Skiptimaður sem reyndist Víkingum vel, ekki að þeir hafi þurft á því að halda endilega, slíkir voru yfirburðirnir fyrir. Lokatölur 4-0. Slíkur var svipurinn á Stjörnumönnum í kvöld. Mynd úr fyrri leik liðanna.Vísir / Hulda Margrét Atvik leiksins Það er afskaplega fátt sem stendur upp úr svo einhliða leik. Fyrsta markið setti að mörgu leyti tóninn fyrir það sem koma skyldi. Djuric miklu grimmari en Óli Valur og tók bara boltann. Þjálfari Stjörnunnar fékk gult fyrir kjaft í kjölfarið þegar það hafði engan rétt á sér, í stað þess að beina sökinni þangað sem hún átti heima. Stjörnur og skúrkar Danijel Dejan Djuric maður leiksins, stórkostlegur í kvöld. Virkilega óheppinn að hafa ekki skorað sjálfur en getur vonandi sætt sig við stoðsendingarnar tvær. Helgi Guðjónsson með svakalega innkomu líka. Margir Víkingar sem eiga stjörnu skilið í kladdann, ólíkt Stjörnumönnunum sjálfum, sem voru allir sem einn alveg vonlausir. Líklega þeirra slakasta frammistaða í sumar, og þá er mikið sagt eftir 5-1 afhroðið gegn Val um daginn. Danijel Dejan Djuric gaf tvær stoðsendingar og var óheppinn að hafa ekki sett hann sjálfur.Vísir/Hulda Margrét Stemning og umgjörð Iðulega vel staðið að allri umgjörð hér í Garðabænum. Vel gert við vallargesti í mat og drykk, kjötsúpan góða seður svangan maga. Eilíf sorgarsaga að stúkan skuli snúa til austurs og áhorfendur geti ekki notið kvöldsólarinnar en því verður víst ekki breytt úr þessu. Dómarinn [5] Erlendur Eiríksson á flautunni, Eysteinn Hrafnkelsson og Eðvarð Eðvarðsson til aðstoðar. Fínasta frammistaða en þeir voru farnir að vorkenna Stjörnunni undir lokin, slepptu þeim við spjöld og áttu svo eina hrikalega ákvörðun undir blálokin. Ari Sigurpálsson sloppinn einn í gegn og á undan Árna Snæ í boltann. Árni hamraði hann niður og hefði átt að fá rautt en Erlendi sýndist hann taka boltann. Kolröng ákvörðun en það nennti enginn að æsa sig of mikið í stöðunni 4-0. Lækkar einkunnina töluvert samt.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti