Gaza - hvað getum við gert? Guðrún María Jónsdóttir, Hulda María Einarsdóttir, Sunna Snædal og Theódór Skúli Sigurðsson skrifa 27. júní 2024 15:00 Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Heilbrigðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Sjá meira
Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3)
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun