Væru með helmingi færri þingmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 19:30 Ríkisstjórnarflokkarnir þrír mælast með eingöngu nítján þingmenn inni á þingi. Vísir/Vilhelm Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega. Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Í nýlegri könnun Maskínu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með sögulega lítið fylgi, rétt undir fimmtán prósentum. Yrði gengið til kosninga í dag myndi flokkurinn einungis fá níu þingmenn, samkvæmt lauslegum útreikningum fréttastofu. Svona myndu þingmannasætin skiptast á milli flokka.Vísir/Hjalti Nítján af 38 kæmust inn Stjórnarflokkarnir fengju sameiginlega aðeins nítján þingmenn, eru með 38 í dag. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt könnun Maskínu sjö þingmenn og Vinstri græn þrjá. Samfylkingin mælist stærst flokka og fengi 17 þingmenn og Miðflokkurinn, sem nú er þriðji stærsti flokkurinn, og fengi átta þingmenn. Miðað við þennan fjölda þingmanna gætu þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í Reykjavíkurborg, Samfylkingin, Framsókn, Viðreisn og Píratar, myndað meirihluta á þingi með 36 þingmenn. Hægt væri að skipta Pírötum út fyrir Vinstri græn og hefði slík stjórn 33 þingmenn. Taka fylgistapinu alvarlega Flokkar vilja yfirleitt mynda ríkisstjórn með sem fæstum flokkum. Ætla má að Samfylkingin vildi helst mynda stjórn með Viðreisn og Framsóknarflokki, en stjórn þessara flokka hefði aðeins þrjátíu þingmenn, vantaði tvo til að mynda lágmarksmeirihluta. Svona væri hægt að mynda ríkisstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Hjalti Það myndi heldur ekki duga Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki að skipta Vinstri grænum út fyrir Miðflokkinn, því sú stjórn hefði einungis 24 þingmenn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystuna taka fylgistapinu alvarlega. Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Einar „Við erum auðvitað ekki ánægð með að mælast svona. En það er ekki kosið á morgun og við ætlum bara að vinna okkar vinnu áfram og trúum því að það muni skila sínu þegar upp er staðið,“ segir Bjarni. Hver eru næstu skref hjá Sjálfstæðisflokknum til að vinna þetta fylgi til baka? „Vinna vinnuna alla daga og vera í samtali við fólk. Það hefur ekkert breyst í því.“ Þú ert viss um að fylgið muni ná sér aftur á strik fyrir næstu kosningar? „Er ég viss? Við ætlum bara að gera okkar besta,“ segir Bjarni. Hluti af þróun sem hefur verið í gangi Viktor Orri Valgarðsson, doktor í stjórnmálafræði, segir niðurstöður könnunarinnar stórmerkilegar. „Þó þetta sé bara ein könnun, þá er þetta augljóslega hluti af fylgisþróun sem við höfum verið að sjá hjá Maskínu og fleiri könnunarfyrirtækjum undanfarna mánuði þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að minnka verulega, Samfylkingin að auka fylgi og Miðflokkurinn sömuleiðis að sækja á,“ segir Viktor Orri. Viktor Orri Valgarðsson er doktor í stjórnmálafræði.Vísir/Hannes Sjálfstæðismenn þurfi að fara að ákveða sig hvert þeir ætli að sækja fylgið sem flokkurinn hefur tapað. „Hvort þau vilja reyna að berjast við Miðflokkinn til hægri eða við Samfylkinguna, Viðreisn, Framsóknarflokkinn, til vinstri. Hingað til sýnist mér þau hafa kosið fyrri kostinn og þá verður áhugavert að sjá hvernig það hefur áhrif á málflutning og stefnu flokksins en líka á hver verður næsti formaður ef ekki núverandi,“ segir Viktor.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Vinstri græn Miðflokkurinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira