Af málathöfnum Gauti Kristmannsson skrifar 28. júní 2024 07:01 Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun