Segir framlög til afreksíþrótta alltof lág: „Þessar 392 milljónir duga engan veginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 08:01 Arnar Pétursson hefur stýrt kvennalandsliðinu í handbolta frá 2019. vísir/hulda margrét Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu. Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira