Segir framlög til afreksíþrótta alltof lág: „Þessar 392 milljónir duga engan veginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2024 08:01 Arnar Pétursson hefur stýrt kvennalandsliðinu í handbolta frá 2019. vísir/hulda margrét Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu. Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, gagnrýnir harðlega þá upphæð sem íslenska ríkið setur í afreksstarf hér landi. Sú upphæð er í dag 392 milljónir. Hann segir að talan þurfi að vera mun hærri. „Upphæðin ein og sér finnst mér vera galin, hvað hún er lág, og enn galnara að hún skuli ekki fylgja verðlagi og þannig styðja við það starf sem er unnið í sérsamböndunum. Þetta eru þrjátíu sérsambönd sem eru að sækja í þennan sjóð og þessar 392 milljónir duga engan veginn,“ sagði Arnar í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arnar hefur áður gagnrýnt úthlutanir til Afrekssjóðs ÍSÍ sem honum finnst alltof lágar. Fram kom í síðustu viku að HSÍ hefði skilað 85 milljóna króna tapi á síðasta ári sem skýrist að miklu leyti af góðum árangri landsliða okkar í handbolta. „Það sem er alvarlegast í þessu er að sérsamböndin, og ekki bara HSÍ, eru farin að draga úr verkefnum. Yngri landsliðin eru ekki að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem til stóð í sumar,“ sagði Arnar. „Þau eru líka farin að velta auknum kostnaði yfir á foreldrana. Hjá yngri landsliðunum í handbolta eru þetta um sex hundruð þúsund krónur sem hver og einn leikmaður þarf að borga. Mér skilst að þetta séu um sjö hundruð þúsund krónur hjá körfuboltanum.“ Arnar segir að íþróttastarf gæti sparað marga milljarða fyrir þjóðarbúið. „Það er ekki eins og við séum að biðja um einhvern pening sem er hent út um gluggann og verður ekkert úr. Þetta er afreksstarfið okkar þar sem við erum með okkar mestu fyrirmyndir,“ sagði Arnar. „Ef við horfum til dæmis á heilbrigðisþjónustuna sem er að taka til sín 380 milljarða þá getur forvarnastarf íþróttahreyfingarinnar hjálpað til við að draga úr kostnaði. Við sjáum til dæmis með lífsstílstengda sjúkdóma sem eru á ákveðinn hátt að sliga heilbrigðiskerfið; ef við getum nýtt íþróttahreyfinguna til að spara peninga í framtíðinni í heilbrigðiskerfinu eigum við að gera það.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HSÍ ÍSÍ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íþróttir barna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna Sjá meira