Ungur maður tekinn af lífi fyrir að hlusta á K-pop í Norður-Kóreu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 20:07 Kim Jong Un er einræðisherra Norður-Kóreu. AP/Gavriil Grigorov Tuttugu og tveggja ára gamall maður var tekinn af lífi í Norður Kóreu á opinberum vettvangi, fyrir að hafa hlustað á 70 lög frá Suður-Kóreu, horft á þrjár myndir þaðan og að hafa dreift þeim. Þetta var árið 2022. Breski miðillinn Independent greindi frá þessu í gær. Þar segir að þetta hafi verið meðal þess sem kom fram í mannréttindaskýrslu um Norður-Kóreu sem ráðuneyti í Suður-Kóreu birti á fimmtudaginn. Í skýrslunni birtist meðal annars vitnisburður 649 Norður-Kóreumanna sem hafa flúið landið. Vilja sporna gegn „illkynja“ vestrænum áhrifum Skýrslan varpar ljósi á harðar aðgerðir sem Norður-Kóresk yfirvöld hafa ráðist í til að sporna gegn vestrænum áhrifum. Bann við K-poppi er mikilvægur liður í þeirri vegferð, en ný lög sem samþykkt voru þar í landi árið 2020 hertu enn frekar bannið við þessari afþreyingu frá Suður-Kóreu, en áhrif tónlistarinnar á fólk eru sögð „illkynja.“ Hér er Suður-Kóreska K-pop hljómsveitin RIIZE. Yfirvöldum í Norður-Kóreu hugnast illa tískan og hugmyndirnar sem hljómsveitir í þessum stíl boða.AP/Ahn Young-joon Svokallað K-pop er ákveðin tegund popptónlistar, eða jafnvel afþreyingarefni í víðum skilningi frá Suður-Kóreu sem hefur náð miklum vinsældum um heim allan. Unga fólkið hrifið af Suður-Kóreu Í skýrslunni er haft eftir rúmlega tvítugri konu sem flúði Norður-Kóreu, að ungt fólk í Norðrinu sé mjög hrifið af menningu Suðursins. „Unga fólkið reynir að fylgjast með, og herma eftir menningunni í Suður-Kóreu. Þau elska allt sem kemur þaðan,“ segir hún. Þegar unga fólkið horfir á dramaþætti frá Suður-Kóreu, hugsi þau með sér, „af hverju þarf ég að lifa eins og við lifum hér?“ Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Breski miðillinn Independent greindi frá þessu í gær. Þar segir að þetta hafi verið meðal þess sem kom fram í mannréttindaskýrslu um Norður-Kóreu sem ráðuneyti í Suður-Kóreu birti á fimmtudaginn. Í skýrslunni birtist meðal annars vitnisburður 649 Norður-Kóreumanna sem hafa flúið landið. Vilja sporna gegn „illkynja“ vestrænum áhrifum Skýrslan varpar ljósi á harðar aðgerðir sem Norður-Kóresk yfirvöld hafa ráðist í til að sporna gegn vestrænum áhrifum. Bann við K-poppi er mikilvægur liður í þeirri vegferð, en ný lög sem samþykkt voru þar í landi árið 2020 hertu enn frekar bannið við þessari afþreyingu frá Suður-Kóreu, en áhrif tónlistarinnar á fólk eru sögð „illkynja.“ Hér er Suður-Kóreska K-pop hljómsveitin RIIZE. Yfirvöldum í Norður-Kóreu hugnast illa tískan og hugmyndirnar sem hljómsveitir í þessum stíl boða.AP/Ahn Young-joon Svokallað K-pop er ákveðin tegund popptónlistar, eða jafnvel afþreyingarefni í víðum skilningi frá Suður-Kóreu sem hefur náð miklum vinsældum um heim allan. Unga fólkið hrifið af Suður-Kóreu Í skýrslunni er haft eftir rúmlega tvítugri konu sem flúði Norður-Kóreu, að ungt fólk í Norðrinu sé mjög hrifið af menningu Suðursins. „Unga fólkið reynir að fylgjast með, og herma eftir menningunni í Suður-Kóreu. Þau elska allt sem kemur þaðan,“ segir hún. Þegar unga fólkið horfir á dramaþætti frá Suður-Kóreu, hugsi þau með sér, „af hverju þarf ég að lifa eins og við lifum hér?“
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. 19. júní 2024 08:51