Innlent

Sam­særis­kenningar, borgar­stjóri um hús­næðis­mál og kosningar

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag er Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor. Hann ræðir nýja bók sína um samsæriskenningar og fjallar um kosningar í Bretlandi og Frakklandi.

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, ræðir húsnæðismál, átakshóp sem nú er sex mánaða gamall og íbúðaskuld höfuðborgarsvæðsins, sem hleðst upp.

Marinó G. Njálsson ræðir hagkerfi í sjálfheldu og gagnrýnir Seðlabankann fyrir vaxtastefnu, sem hann segir keyra hagkerfið í samdrátt sem engin umsvif þolir.

Silja Bára Ómarsdóttir og Friðjón Friðjónsson fjalla um forsetakosningar í Bandaríkjunum, sögulegar kappræður í síðustu viku og hugsanleg viðbrögð við þeim.

Sprengisand má heyra á Bylgjunni og sjá á Stöð 2 Vísi og í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×