Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu og þar var að verkum Valdimar Þór Ingimundarson eftir frábæra fyrirgjöf frá Færeyingnum knáa Gunnari Vatnhamar. Dómari leiksins gerði vel að stöðva ekki leikinn þegar brotið var á Danijel Dejan Djuric í aðdragandanum.
Danijel tvöfaldaði svo forystu Víkings á 38. mínútu, verðskuldað mark eftir stórkostlega endurkomu úr tveggja leikja banni fyrir að kasta vatnsbrúsa. Hann fagnaði svo með því að þykjast kasta vatnsbrúsa upp í stúku.
Tveimur mörkum undir kom Fram af krafti út í seinni hálfleikinn. Guðmundur Magnússon minnkaði muninn þegar hann stangaði boltann í netið eftir flotta fyrirgjöf frá Magnúsi Þórðarsyni.
Framarar herjuðu á Víkinga það sem eftir lifði leiks en uppskáru ekki annað mark.