Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 20:30 Flokkur Le Pen hefur aldrei verið sterkari. getty Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira