Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 20:30 Flokkur Le Pen hefur aldrei verið sterkari. getty Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Fyrri umferð þingkosninga fór fram í Frakklandi í gær. Kjörsókn var um 67 prósent og hefur hún ekki verið svona góð síðan 1997, þegar 76 prósent kjósenda mætti á kjörstað. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninga sem fram fór í gær. Flokkurinn hefur aldrei verið sterkari. Bandalag vinstri flokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron Frakklandsforseta hlutu 22 prósent. „Vinstri blokkin, henni gengur ágætlega og þar eru venjulegir vinstri menn að uppistöðu. Þó það sé einn minni öfgafyllri vinstri flokkur þar innanborðs þá er það allt annars konar samsetning. Það er flokkur forsetans, Emmanuel Macron, sem geldur afhroð í þessum kosningum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Þjóðin tvístruð Þorfinnur Ómarsson, starfsmaður OECD í París, segir borgarbúa hafa strax í gær leitað út á götur til að mótmæla niðurstöðunni en borgin sýni ekki endilega afstöðu landsins í heild. „Þjóðin, má segja, er svolítið tætt og tvístruð. Þetta gæti snúist. Það er enn möguleiki að þau nái ekki meirihluta,“ segir Þorfinnur. Kosningakerfið í Frakklandi er þannig uppbyggt að kosið er um einn frambjóðanda í hverju kjördæmi. Fái enginn frambjóðenda 50 prósent atkvæða eða meira verður að kjósa aftur. Þeir sem halda áfram í aðra umferð eru allir þeir sem fengu 12,5% atvkæða eða meira í fyrri umferðinni. 76 frambjóðendur hlutu hreinan meirihluta í sínu kjördæmi í fyrri umferð. Þannig verður kosið aftur í 501 kjördæmi um næstu helgi. „Það má segja að þetta sé ekki einu sinni hálfleikur. Núna fer öll dýnamíkin í gang sem seinni umferðin felur í sér. Það sem er óvenjulegt, og er afsprengi þess hvað var mikil kjörsókn, kerfið er byggt þannig upp að það er meira svigrúm til að þrír og jafnvel fjórir fari áfram í seinni umferð. Yfirleitt fara bara tveir áfram,“ segir Þorfinnur. Hár hjalli fyrir Þjóðfylkinguna Eftir að tölur voru birtar hvatti Macron eftir að breitt bandalag miðju- og vinstri flokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í síðari umferð, sem fer fram næstu helgi. Niðurstaðan verður líklega sú að flokksmenn hans muni draga framboð sitt til baka í flestum kjördæmum, til að auðvelda val kjósenda og tryggja vinstriblokkinni fleiri atkvæði. „Macron hefur ekki lofað þessu, enn sem komið er. Hann hefur bara frest þar til á morgun til að gera svo. Það er spurning hvort hann sé að koma í veg fyrir að þetta gerist. Hann hefur þetta í hendi sér, hann getur enn myndað stórt bandalag gegn Þjóðfylkingunni og komið í veg fyrir að hún nái meirihluta,“ segir Þorfinnur. Eiríkur telur ólíklegt að Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta þegar uppi er staðið. „Hins vegar held ég að hjallinn sé ansi hár fyrir Þjóðfylkinguna, að komast raunverulega til valda. Það er ekkert í hendi með það og í raun sér maður ekki alveg fyrir sér að þeir eigi auðvelt með að ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur. Macron boðaði til kosninga eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningum. Er þetta merki um það einhverja þróun í álfunni? „Já, auðvitað að einhverju leiti og ekki bara í álfunni heldur bendir nú flest til þess að samsvarandi leiðtogi í Bandaríkjunum, Donald Trump, nái aftur völdum þar í landi. Þannig að þetta sýnir okkur þróunina á Vesturlöndum fremur en bara í Evrópu,“ segir Eiríkur.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira