Khabib er sagður skulda rússneskum yfirvöldum 297 milljónir rússneskar rúblur, sem jafngildir um 474 milljónum króna.
Rússneski miðillinn Mash greindi fyrst frá og fjöldi erlendra miðla hafa fylgt eftir. Bankareikningar fyrirtækja hans og persónulegir reikningar hans hafa verið frystir.
Þær fréttir koma í kjölfar húsnæðisleitar sem var gerð síðastliðinn föstudag vegna hryðjuverkaárásar sem meðlimir líkamsræktarstöðvar í eigu Khabib framkvæmdu.
Nokkrir meðlimir stöðvarinnar skipulögðu árásina sem var framkvæmd af glímukappanum Gadzhimurad Kagirov. 21 lést í skotárásinni sem beindist að kirkju og sýnagógu, þar af 16 trúarleiðtogar.
McGregor skýtur á skítblankan Khabib
Erkifjandi Khabib, hinn góðkunni Conor McGregor hefur mjög gaman af fjárhagslegum hrakföllum hans og hlær að þeim á samfélagsmiðlinum X.
Þar segir hann Khabib skítblankan, í mjög bókstaflegum skilningi, og biður fólk um að bjóða honum peninga fyrir að gera armbeygjur.
I heard he is now a porta potty in Dubai 😂 #whereiskhabib #gettingshitonindubaibyarab #portapotty #shitonbusshitonhim #khapoobear https://t.co/fAah2Sv3hq
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) July 1, 2024
😂 broke and on the run if you see him tell him push ups for cash. https://t.co/fAah2Sv3hq
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) July 1, 2024