Íslendingar tapi hundruðum milljóna á ári til netsvikahrappa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 17:06 Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir netsvik stóran iðnað á Íslandi. Vísir/Samsett Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tapa hundruðum milljóna á ári hverju á fjársvikum sem eiga sér stað yfir netið. Hann segir netsvik vera stóran iðnað á Íslandi og að hann sé að stækka ört. Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann. Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann.
Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira