Segir Sigmund og Bergþór bera sína ábyrgð á Mannréttindastofnun Íslands Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2024 12:01 Hildur segir þá Bergþór Ólason og Sigmund Davíð hafa skrifað undir samþykktina 2019 og hún skilur ekki hvað hefur valdið algerri umturnun á afstöðu þeirra til Mannréttindastofnunar Íslands. vísir/vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, skynjar falskan tón í óbilgjarnri gagnrýni þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Bergþórs Ólasonar þingmanns en þeir hafa fundið Mannréttindastofnun Íslands, sem samþykkt var við þinglok, flest til foráttu. Miðflokkurinn fer með himinskautum í skoðanakönnunum og er farinn að narta í hælana á Sjálfstæðisflokknum. Þar á bæ eru menn greinilega farnir að velta því fyrir sér hvað veldur. Eitt af því sem Miðflokksmenn höggva í er stofnun Mannréttindastofnunar Íslands, sem þeir segja algerlega óskiljanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kokgleipt; það gangi í berhögg við allt það sem sá blessaði flokkur segist vera um: Aðhald í ríkisfjármálum. Miðflokksmenn fara mikinn Hildi þykir þetta skjóta skökku við og ritar um þetta grein í Morgunblaðið þar sem hún segir vel skiljanlegt að fólk spyrji sig hvort þetta stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar hafi verið nauðsynleg. En öllu megi nú gagnið gera. „Báðir þingmenn Miðflokksins hafa til að mynda farið mikinn yfir þessu öllu saman og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Það hefur þó legið fyrir í nokkur ár að stofnunin yrði sett á laggirnar, enda var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgildur árið 2016 og er í samningnum lögð sú skylda á aðildarríki að starfrækja sjálfstæða mannréttindastofnun.“ Hildur segir Ísland hafa um langa hríð verið skuldbundið af þjóðarrétti til að setja á fót slíka stofnun. Enda hafa nánast öll önnur ríki Evrópu það gert. „Árið 2019 taldi Alþingi ástæðu til að ganga skrefinu lengra og lögfesta sáttmálann. Samþykkt var þingsályktunartillaga þess efnis en í greinargerð hennar segir að til að fullgilda samninginn sé gerð krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrá og alþjóða mannréttindasáttmálum og verði að uppfylla svokölluð Parísarviðmið sem segja skýrt að stofnunin verði að vera sjálfstæð eining sett á fót með lögum.“ Allir þá sex þingmenn Miðflokksins samþykktu tillöguna Að sögn Hildar kemur þetta allt skilmerkilega fram í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var á Alþingi 2019. „Því kemur kannski einhverjum á óvart að til að mynda allir sex þingmenn Miðflokksins sem viðstaddir voru þá atkvæðagreiðslu samþykktu tillöguna, þar á meðal Bergþór Ólason. Það þarf vart að minna á að sá flokkur var þá sem nú undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þingflokkur Miðflokksins er því búinn að venda kvæði sínu í kross og kannast alls ekkert við að þeir sem tóku þátt í að skuldbinda Alþingi til að setja stofnunina á fót séu þeir sjálfir.“ Segist ekki vera fröken Mannréttindastofnun Spurð hvort þarna hefði þá ekki gefist ágætis tækifæri á að sameina allt mann- og jafnréttindakraðakið undir þennan eina og sama hatt segir Hildur að fjármagnið sem fari til Mannréttindastofu fari þarna með. „Og það eru því samlegðaráhrif í því en Mannréttindaskrifstofa er ekki á vegum ríkisins. Jafnréttisstofa er svo stjórnvald en Mannréttindastofnun ekki. Jafnréttisstofa hefur því mun meiri og íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun hefur og getur því ekki verið undir sama hatti undir Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt í vök að verjast, að verja Mannréttindastofnun Íslands, og þar hafa farið fremstir í flokki Miðflokksmenn. Hildur segist ekki fröken Mannréttindastofnun en hún vill að rétt sé rétt.vísir/vilhelm Hildur segir til að mynda Jafnréttisstofu geta lagt á dagsektir ef hún fær ekki afhent gögn –Mannréttindastofnun ekki. „En ég er ekkert hér til að vera fröken Mannréttindastofnun. Bara að segja hvernig þetta æxlaðist,“ segir Hildur. Hún fær þó ekki að sleppa með það. Hvað með útfærsluna sem ég hef séð marga fetta fingur út í, að öllum sé skylt að afhenda Mannréttindastofnun öll gögn sé þess krafist? „Já það er samkvæmt þessum blessuðu Parísarviðmiðum – en þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hefur hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru.” Skoðanakannanir Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Miðflokkurinn fer með himinskautum í skoðanakönnunum og er farinn að narta í hælana á Sjálfstæðisflokknum. Þar á bæ eru menn greinilega farnir að velta því fyrir sér hvað veldur. Eitt af því sem Miðflokksmenn höggva í er stofnun Mannréttindastofnunar Íslands, sem þeir segja algerlega óskiljanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kokgleipt; það gangi í berhögg við allt það sem sá blessaði flokkur segist vera um: Aðhald í ríkisfjármálum. Miðflokksmenn fara mikinn Hildi þykir þetta skjóta skökku við og ritar um þetta grein í Morgunblaðið þar sem hún segir vel skiljanlegt að fólk spyrji sig hvort þetta stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar hafi verið nauðsynleg. En öllu megi nú gagnið gera. „Báðir þingmenn Miðflokksins hafa til að mynda farið mikinn yfir þessu öllu saman og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Það hefur þó legið fyrir í nokkur ár að stofnunin yrði sett á laggirnar, enda var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fullgildur árið 2016 og er í samningnum lögð sú skylda á aðildarríki að starfrækja sjálfstæða mannréttindastofnun.“ Hildur segir Ísland hafa um langa hríð verið skuldbundið af þjóðarrétti til að setja á fót slíka stofnun. Enda hafa nánast öll önnur ríki Evrópu það gert. „Árið 2019 taldi Alþingi ástæðu til að ganga skrefinu lengra og lögfesta sáttmálann. Samþykkt var þingsályktunartillaga þess efnis en í greinargerð hennar segir að til að fullgilda samninginn sé gerð krafa um að starfrækt sé sjálfstæð eftirlitsstofnun með mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrá og alþjóða mannréttindasáttmálum og verði að uppfylla svokölluð Parísarviðmið sem segja skýrt að stofnunin verði að vera sjálfstæð eining sett á fót með lögum.“ Allir þá sex þingmenn Miðflokksins samþykktu tillöguna Að sögn Hildar kemur þetta allt skilmerkilega fram í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var á Alþingi 2019. „Því kemur kannski einhverjum á óvart að til að mynda allir sex þingmenn Miðflokksins sem viðstaddir voru þá atkvæðagreiðslu samþykktu tillöguna, þar á meðal Bergþór Ólason. Það þarf vart að minna á að sá flokkur var þá sem nú undir formennsku Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þingflokkur Miðflokksins er því búinn að venda kvæði sínu í kross og kannast alls ekkert við að þeir sem tóku þátt í að skuldbinda Alþingi til að setja stofnunina á fót séu þeir sjálfir.“ Segist ekki vera fröken Mannréttindastofnun Spurð hvort þarna hefði þá ekki gefist ágætis tækifæri á að sameina allt mann- og jafnréttindakraðakið undir þennan eina og sama hatt segir Hildur að fjármagnið sem fari til Mannréttindastofu fari þarna með. „Og það eru því samlegðaráhrif í því en Mannréttindaskrifstofa er ekki á vegum ríkisins. Jafnréttisstofa er svo stjórnvald en Mannréttindastofnun ekki. Jafnréttisstofa hefur því mun meiri og íþyngjandi valdheimildir en Mannréttindastofnun hefur og getur því ekki verið undir sama hatti undir Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt í vök að verjast, að verja Mannréttindastofnun Íslands, og þar hafa farið fremstir í flokki Miðflokksmenn. Hildur segist ekki fröken Mannréttindastofnun en hún vill að rétt sé rétt.vísir/vilhelm Hildur segir til að mynda Jafnréttisstofu geta lagt á dagsektir ef hún fær ekki afhent gögn –Mannréttindastofnun ekki. „En ég er ekkert hér til að vera fröken Mannréttindastofnun. Bara að segja hvernig þetta æxlaðist,“ segir Hildur. Hún fær þó ekki að sleppa með það. Hvað með útfærsluna sem ég hef séð marga fetta fingur út í, að öllum sé skylt að afhenda Mannréttindastofnun öll gögn sé þess krafist? „Já það er samkvæmt þessum blessuðu Parísarviðmiðum – en þar sem Mannréttindastofnun er ekki stjórnvald hefur hún engar valdheimildir til að krefjast neinna gagna í raun – annað en aðrar eftirlitsstofnanir eins og Jafnréttisstofa sem getur krafist gagna að viðlögðum sektum og öðru.”
Skoðanakannanir Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira