Stjórnarflokkarnir geti allir haft áhyggjur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2024 19:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins rekur lítið fylgi Framsóknarflokksins til stöðunnar í efnahagsmálum, en segist eiga von á að fylgið taki við sér með vetrinum. Prófessor í stjórnmálafræði segir fleira ráða fylgistapinu en mikil verðbólga og háir vextir. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup mælist Samfylkingin enn stærst flokka, með 27 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkur mælist með 18,5 prósent og Miðflokkur fjórum prósentustigum minna. Viðreisn mælist með 9,4 prósent en Píratar 8,8. Flokkur fólksins mælist með 7,7 prósent og Framsókn 6,6 prósent. Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn reka lestina, og mælast hvorugur inni á þingi. Samkvæmt könnuninnni mælast stjórnarflokkarnir þrír með 18 þingmenn samanlagt. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13 þingmenn og Framsóknarflokkurinn fimm, en Vinstri græn mælast ekki inni á þingi. Á von á að flokkurinn vinni á Formaður Framsóknarflokkinn segir ekki um góð tíðindi að ræða. „Nei þau eru það ekki og eins og við höfum áður sagt, á meðan við sjáum verðbólguna svona mikla og vaxtastigið svona hátt þá er alveg eðlilegt að stjórnvöld á hverjum tíma líði fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segist eiga von á að fylgið skili sér. „Já ég er fullviss um að það gerist. Við erum auðvitað enn að uppskera þau verkefni sem við lögðum af stað með í stjórnarsáttmála, og munum þurfa næsta vetur til þess.“ Verulegt óþol orðið til Stjórnmálafræðingur segir meira búa að baki litlu fylgi stjórnarflokkanna en stöðuna í efnahagsmálum. „Ég held að það sem sé að gerast hérna er ekki bara einhver staða í efnahagslífinu eða þvíumlíkt. Það er bara komið verulegt óþol í garð ríkisstjórnar, sem er samsett af stjórnmálaflokkum sem ná illa saman um mjög mörg mál,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Hann segir tilefni til mismikillar örvæntingar hjá stjórnarflokkunum vegna fylgismælingarinnar. Mest hljóti hún að vera hjá VG. „Það er flokkur í alvarlegri tilvistarkreppu. Hann getur hreinlega þurrkast út af þingi. Þannig að þar eru áhyggjurnar mestar, en þær eru líka ansi þungar á heimili Framsóknarmaddömmunnar og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira