Umræðan verði að vera málefnaleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2024 18:20 Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sýnir því skilning að íbúar á Völlunum spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í grenndinni. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda