Landsbankinn endurfjármagnar Rotovia fyrir allt að ellefu milljarða
Íslenska framleiðslufyrirtækið Rotovia, sem meðal annars á Sæplast, hefur samið við Landsbankann um endurfjármögnun á öllum skuldum félagsins. Lánasamningurinn er að fjárhæð allt að 10,7 milljarðar króna (72 milljónir evra). Þessi endurfjármögnun er sú fyrsta sem félagið semur um við íslenskan banka en þegar félagið var stofnað í núverandi formi árið 2022 voru lánin tekin erlendis.
Tengdar fréttir
Íslenskir framtakssjóðir klára kaup á Promens fyrir um 15 milljarða
Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem eru nánast alfarið í eigu lífeyrissjóða, fara í sameiningu fyrir kaupum á starfsemi Promens hér á landi en viðskiptin kláruðust fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja.
Eignarhaldið á Promens að færast aftur í hendur íslenskra fjárfesta
Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, eru að ganga í sameiningu frá kaupum á starfsemi Promens hér á landi af bandarísku fyrirtækjasamsteypunni Berry Global sem er eigandi plastframleiðslufyrirtækjanna Sæplasts og Tempra. Kaupverðið er talið vera samtals á annan tug milljarða króna.