Engin gögn bendi til tengsla við Hamas Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 09:01 Ekkert bendir til tengsla við Hamas hjá þeim sem fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna. Vísir/Einar Útlendingastofnun býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem fengu dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna á þessu ári og síðasta hafi nokkur tengsl við Hamas-samtökin. Samanlagt hafa 184 dvalarleyfi hafa verið veitt í ár og í fyrra. Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira
Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Sjá meira