Lokunaruppboð í Kauphöllinni Baldur Thorlacius skrifar 4. júlí 2024 07:01 Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun