Meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2024 12:26 Samkvæmt könnuninni telja 55,3 prósent Íslendinga mikilvægt að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði teknar upp á ný. Grafík/Sara Meirihluti þjóðarinnar vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira