Sigdís Eva kveður uppeldisfélagið og fer til Svíþjóðar Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. júlí 2024 13:12 Sigdís Eva Bárðardóttir var stórkostleg á síðasta tímabili hjá Víkingi og áframhaldandi frábær frammistaða á þessu tímabili tryggði skiptin til Svíþjóðar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigdís Eva Bárðardóttir er farin frá uppeldisfélagi sínu Víkingi til sænska félagsins Norrköping. Sigdís er fædd 1. desember árið 2006 og því ekki enn orðin 18 ára. Hún hefur þrátt fyrir það verið hluti af meistaraflokki Víkings síðan 2021 og festi sig í sessi sem byrjunarliðsmaður á síðasta tímabili. Sigdís lék 15 leiki þegar Víkingur fór upp úr Lengjudeildinni árið 2023 og skoraði í þeim 8 mörk en í Mjólkurbikarnum sem Víkingur vann lék hún alla 6 leikina og skoraði í þeim 8 mörk. Öðlaðist hún viðurnefnið „BikarSigdís“ enda voru þessi mörk gríðarlega mikilvæg fyrir liðið á leiðinni í Laugardalinn. Sigdís Eva spilaði 86 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 46 mörk eða rúmlega mark í öðrum hverjum leik. Hún hefur á þessu tímabili í Bestu deildinni skorað 3 mörk í 11 leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur kveður hún félagið sem goðsögn og Víkingur útbjó fallegt kveðjumyndband sem má sjá hér fyrir neðan. „Við Víkingar erum fyrst og fremst stolt af Sigdísi Evu og erum spennt að sjá hversu langt hún getur náð. Þakið hennar er mjög hátt og við megum gera ráð fyrir því að heyra nafn Sigdísar í samhengi við A landsliðið okkar á næstu misserum. Það er líka vert að minnast á að hér er um að ræða fyrstu sölu á leikmanni úr kvennahluta knattspyrnudeildar Víkings. Verkefnið í meistaraflokki kvenna er ungt, aðeins á sínu fimmta ári og þó það sé alltaf erfitt að kveðja leikmenn þá er gaman að sjá að verkefnið hér í Hamingjunni er á réttri leið. Árangur undanfarinna ára hefur heldur betur sýnt það og sannað. Takk fyrir okkur Sigdís og sjáumst í Hamingjunni!“ sagði Kára Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi. Sænski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Sigdís er fædd 1. desember árið 2006 og því ekki enn orðin 18 ára. Hún hefur þrátt fyrir það verið hluti af meistaraflokki Víkings síðan 2021 og festi sig í sessi sem byrjunarliðsmaður á síðasta tímabili. Sigdís lék 15 leiki þegar Víkingur fór upp úr Lengjudeildinni árið 2023 og skoraði í þeim 8 mörk en í Mjólkurbikarnum sem Víkingur vann lék hún alla 6 leikina og skoraði í þeim 8 mörk. Öðlaðist hún viðurnefnið „BikarSigdís“ enda voru þessi mörk gríðarlega mikilvæg fyrir liðið á leiðinni í Laugardalinn. Sigdís Eva spilaði 86 leiki fyrir Víking og skoraði í þeim 46 mörk eða rúmlega mark í öðrum hverjum leik. Hún hefur á þessu tímabili í Bestu deildinni skorað 3 mörk í 11 leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur kveður hún félagið sem goðsögn og Víkingur útbjó fallegt kveðjumyndband sem má sjá hér fyrir neðan. „Við Víkingar erum fyrst og fremst stolt af Sigdísi Evu og erum spennt að sjá hversu langt hún getur náð. Þakið hennar er mjög hátt og við megum gera ráð fyrir því að heyra nafn Sigdísar í samhengi við A landsliðið okkar á næstu misserum. Það er líka vert að minnast á að hér er um að ræða fyrstu sölu á leikmanni úr kvennahluta knattspyrnudeildar Víkings. Verkefnið í meistaraflokki kvenna er ungt, aðeins á sínu fimmta ári og þó það sé alltaf erfitt að kveðja leikmenn þá er gaman að sjá að verkefnið hér í Hamingjunni er á réttri leið. Árangur undanfarinna ára hefur heldur betur sýnt það og sannað. Takk fyrir okkur Sigdís og sjáumst í Hamingjunni!“ sagði Kára Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.
Sænski boltinn Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira