Uppgjörið: ÍA-HK 8-0 | HK-ingar hnepptir í þrældóm á Írskum dögum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 15:50 Viktor Jónsson skoraði fernu í dag. Vísir/Anton Brink Skagamenn völtuðu yfir HK á Írskum dögum uppi á Skaga í dag, en leikurinn var liður í 13. umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 8-0 þar sem gestirnir sáu ekki til sólar í rjómablíðu heldur minntu frekar á þræla sem lutu algjörlega stjórn heimamanna. Skagamenn hófu leikinn af miklum krafti og voru komnir yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Johannes Vall komst þá í frábæra stöðu á vinstri kantinum eftir góðan samleik og renndi boltanum inn í teiginn þar sem Jón Gísli Eyland Gíslason kom á fullri ferð og átti fast skot á markið. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, var nálægt því að verja skotið en inn lak boltinn. Á 24. mínútu var staðan orðin 2-0. Heimamenn fengu þá hornspyrnu sem Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, tók. Sendi hann fastann bolta á nærstöngina þar sem Norðmaðurinn Erik Tobias Sandberg kom og náði föstum skalla á markið og inn fór boltinn. Tíu mínútum síðar kom þriðja mark ÍA. Eftir vandræðalegan varnarleik HK eftir fyrirgjöf frá vinstri endaði boltinn hjá Jón Gísla Eyland sem skaut föstu skoti í hornið fram hjá Arnari Frey. Rétt áður en hálfleiks flautið gall þá var Viktor Jónsson búinn að koma ÍA í 4-0. Eftir hraða sókn heimamanna endaði Viktor einn gegn Arnari Frey og kláraði færið vel. HK-ingar heillum horfnir á meðan heimamenn léku á als oddi. Þreföld breyting í hléi og fyrirliðinn af velli Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað, en bæði lið gerðu skiptingar í hálfleik. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerði þrefalda skiptingu og tók meðal annars fyrirliða liðsins, Leif Andra Leifsson, af velli. Skagamenn áttu tvö skot í tréverkið áður en fimmta mark þeirra leit dagsins ljós. Það gerði Viktor Jónsson á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn í gegn eftir ömurlega sendingu til baka hjá Þorsteini Aron Antonssyni, varnarmanni HK. Aðeins þrem mínútum síðar skoraði Viktor sitt þriðja mark og sjötta mark ÍA. Ingi Þór Sigurðsson komst þá auðveldlega upp vinstri kantinn og renndi boltanum í gegnum teig HK þar sem Viktor var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega. Viktor var ekki hættur, þó HK liðið væri fyrir löngu búið að gefast upp. Hann skoraði sitt fjórða mark á 84. mínútu með skalla í stöng og inn þar sem hann var einn og óvaldaður í teig HK. Staðan 7-0. Johannes Vall skoraði svo lokamark leiksins eftir sendingu frá Viktori. Ótrúleg frammistaða hjá báðum liðum, Skagamenn ótrúlega góðir og HK-ingar ótrúlega lélegir. Atvik leiksins Í leik þar sem lokatölur eru 8-0 er erfitt að velja atvik leiksins, en segjum að fyrsta mark leiksins hafi verið það enda skoruðu Skagamenn jafnt og þétt í gegnum allan leikinn. Stjörnur og skúrkar Í raun ekki hægt að taka út einstaklinga eftir leik sem þennan. Skagaliðið allt er í raun stjarna leiksins. Ákveðin og kraftmikil frammistaða hjá ÍA þar sem hver og einn leikmaður geislaði af sjálfstrausti. Markaskorun Viktors Jónssonar var þó mögulega kirsuberið ofan á kökuna sem frammistaða Skagamanna var í dag. Hins vegar var það þveröfugt hjá liði gestanna. Liðið var ósannfærandi og hikandi í öllum sínum aðgerðum frá fyrstu mínútu. Í raun sjokkerandi hversu lélegir leikmenn HK voru í dag. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson fékk ágætis hlaupaæfingu í dag upp á Skaga, þökk sé andlausum HK-ingum. Lítið sem ekkert gerðist í leiknum sem reyndi á dómara leiksins í dag. Stemning og umgjörð Írskir dagar eru í fullum gangi upp á Akranesi um þessa helgi og því mikil stemning upp á Skaga. Flestir fengu sér sæti í grasbrekkuna í dag enda frábært veður. Bjórdælan var á yfirsnúningi í partýtjaldinu og virtist sem allir áhangendur hafi notið sín á ELKEM vellinum í dag, fyrir utan niður brotna HK-inga mögulega. Besta deild karla ÍA HK
Skagamenn völtuðu yfir HK á Írskum dögum uppi á Skaga í dag, en leikurinn var liður í 13. umferð Bestu deildar karla. Lokatölur 8-0 þar sem gestirnir sáu ekki til sólar í rjómablíðu heldur minntu frekar á þræla sem lutu algjörlega stjórn heimamanna. Skagamenn hófu leikinn af miklum krafti og voru komnir yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Johannes Vall komst þá í frábæra stöðu á vinstri kantinum eftir góðan samleik og renndi boltanum inn í teiginn þar sem Jón Gísli Eyland Gíslason kom á fullri ferð og átti fast skot á markið. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, var nálægt því að verja skotið en inn lak boltinn. Á 24. mínútu var staðan orðin 2-0. Heimamenn fengu þá hornspyrnu sem Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, tók. Sendi hann fastann bolta á nærstöngina þar sem Norðmaðurinn Erik Tobias Sandberg kom og náði föstum skalla á markið og inn fór boltinn. Tíu mínútum síðar kom þriðja mark ÍA. Eftir vandræðalegan varnarleik HK eftir fyrirgjöf frá vinstri endaði boltinn hjá Jón Gísla Eyland sem skaut föstu skoti í hornið fram hjá Arnari Frey. Rétt áður en hálfleiks flautið gall þá var Viktor Jónsson búinn að koma ÍA í 4-0. Eftir hraða sókn heimamanna endaði Viktor einn gegn Arnari Frey og kláraði færið vel. HK-ingar heillum horfnir á meðan heimamenn léku á als oddi. Þreföld breyting í hléi og fyrirliðinn af velli Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað, en bæði lið gerðu skiptingar í hálfleik. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerði þrefalda skiptingu og tók meðal annars fyrirliða liðsins, Leif Andra Leifsson, af velli. Skagamenn áttu tvö skot í tréverkið áður en fimmta mark þeirra leit dagsins ljós. Það gerði Viktor Jónsson á 73. mínútu leiksins þegar hann slapp einn í gegn eftir ömurlega sendingu til baka hjá Þorsteini Aron Antonssyni, varnarmanni HK. Aðeins þrem mínútum síðar skoraði Viktor sitt þriðja mark og sjötta mark ÍA. Ingi Þór Sigurðsson komst þá auðveldlega upp vinstri kantinn og renndi boltanum í gegnum teig HK þar sem Viktor var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega. Viktor var ekki hættur, þó HK liðið væri fyrir löngu búið að gefast upp. Hann skoraði sitt fjórða mark á 84. mínútu með skalla í stöng og inn þar sem hann var einn og óvaldaður í teig HK. Staðan 7-0. Johannes Vall skoraði svo lokamark leiksins eftir sendingu frá Viktori. Ótrúleg frammistaða hjá báðum liðum, Skagamenn ótrúlega góðir og HK-ingar ótrúlega lélegir. Atvik leiksins Í leik þar sem lokatölur eru 8-0 er erfitt að velja atvik leiksins, en segjum að fyrsta mark leiksins hafi verið það enda skoruðu Skagamenn jafnt og þétt í gegnum allan leikinn. Stjörnur og skúrkar Í raun ekki hægt að taka út einstaklinga eftir leik sem þennan. Skagaliðið allt er í raun stjarna leiksins. Ákveðin og kraftmikil frammistaða hjá ÍA þar sem hver og einn leikmaður geislaði af sjálfstrausti. Markaskorun Viktors Jónssonar var þó mögulega kirsuberið ofan á kökuna sem frammistaða Skagamanna var í dag. Hins vegar var það þveröfugt hjá liði gestanna. Liðið var ósannfærandi og hikandi í öllum sínum aðgerðum frá fyrstu mínútu. Í raun sjokkerandi hversu lélegir leikmenn HK voru í dag. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson fékk ágætis hlaupaæfingu í dag upp á Skaga, þökk sé andlausum HK-ingum. Lítið sem ekkert gerðist í leiknum sem reyndi á dómara leiksins í dag. Stemning og umgjörð Írskir dagar eru í fullum gangi upp á Akranesi um þessa helgi og því mikil stemning upp á Skaga. Flestir fengu sér sæti í grasbrekkuna í dag enda frábært veður. Bjórdælan var á yfirsnúningi í partýtjaldinu og virtist sem allir áhangendur hafi notið sín á ELKEM vellinum í dag, fyrir utan niður brotna HK-inga mögulega.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti