Búast við gullregni með sölu á Stefáni til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:31 Stefán Teitur Þórðarson með boltann í vináttulandsleiknum gegn Hollandi fyrr í sumar. Getty/Jose Breton Danska knattspyrnufélagið Silkeborg hefur átt í viðræðum við ensku félögin QPR og Derby um sölu á landsliðsmanninum Stefáni Teiti Þórðarsyni. Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni. Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni.
Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira