Myndband með jólalagi lykilsönnunargagn í fíkniefnamáli Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 08:41 Tvö brota mannsins vörðuðu innflutning fíkniefna til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll. Vísir/Vilhelm Adam Benito Pedie hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var ákærður fyrir að standa í innflutningi á fíkniefnum til Íslands í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þrír af fimm ákæruliðum málsins vörðuðu innflutning fíkniefna. Tveir þeirra vörðuðu atvik þar sem konur fluttu fíkniefni til landsins, sem svokölluð burðardýr, en Adam var sagður hafa komið að skipulagningu, fjármögnun og öflun efnanna. Annars vegar var um að ræða 298 grömm af kókaíni með 67 prósent styrkleika og 616 grömm af ketamíni með 85 prósent styrkleika sem kona faldi innvortis og í fötum þegar hún flaug til landsins um miðjan desember í fyrra, en Adam flaug með henni til landsins. Hins vegar var um að ræða 124 grömm af kókaíni með 86 prósent styrkleika og 231 grömm af ketamíni með 87 prósent styrkleika sem önnur kona flutti innvortis þegar hún flaug til landsins rétt fyrir jól. Báðar konurnar eru sagðar hafa ætlað að afhenda Adam efnin við komuna til landsins, en þær hafa báðar hlotið dóm fyrir sinn þátt í málinu. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Í þriðja ákæruliðnum sem varðaði innflutning fíkniefna var Adam gefið að sök að flytja 861 gramm af ketamíni til landsins í gegnum póstsendingu. Efnin fundust í pósthúsi í janúar á þessu ári í kjölfar þess að Adam hafði vitjað sendingarinnar. Adam var einnig ákærður fyrir að framvísa röngu kennivottorði og fyrir vörslu lítils magns fíkniefna. „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ Önnur kvennanna tveggja bar vitni fyrir dómi og sagði Adam hafa fjármagnað og skipulagt ferð hennar með fíkniefnin til Íslands. Adam hins vegar neitaði sök í öllum málunum er vörðuðu fíkniefnainnflutning. Ágreiningur fyrir dómi varðaði meðal annars hvort hann hefði verið með íslenskt símanúmer þegar á innflutningnum stóð, en hann sagði svo ekki vera. Á meðal sönnunargagna málsins var þó myndband af honum með jólalaginu „It‘s beginning to look a lot like Christmas“ á hljóðrásinni, sem var sent úr íslensku símanúmeri þegar hann sagðist ekki vera með slíkt. Myndbandið var tekið út um glugga íbúðar, en speglun þess sem tók það upp sást í glugganum. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við sjálfan sig á myndbandinu. En úr símanum sem myndbandið var tekið fór einhver skipulagning innflutningsins fram. Á meðal annarra sönnunargagna málsins var mynd sem Adam sendi annarri konunni af 200 evra kvittun. Dómnum þótti framburður Adams ótrúverðugur og sakfelldi hann. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að hann hefði sýnt af sér einbeittan brotavilja og að hann hefði verið skipuleggjandi innflutningsins. Líkt og áður segir hlýtur Adam þriggja ára fangelsi. Þá er honum gert að greiða 402 þúsund krónur í sakarkostnað, og 3,6 milljónir í lögmannskostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira