„Klæðingin er engin skítaredding“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2024 11:06 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir malbikið betra en klæðinguna ekki alslæma. Vísir/Einar Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. „Klæðingin er engin skítaredding heldur akkúrat það sem hefur bjargað Íslandi,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar um klæðingar á vegi. Þegar hann tók bílpróf hafi nærri aðeins verið malarvegir en hann bjó á Hvolsvelli. Allir hafi þá talað um að losna við lausamölina og skítinn sem henni fylgdi. Í kringum 1980 hafi Vegagerðin aflað sér þekkingar um klæðingu og viljað koma bundnu slitlagi á vegi Íslands. Eftir það hafi þeir verið að leggja um 300 kílómetra af bundnu slitlagi á ári. „Það er hægt af því að klæðingin er til staðar. Þetta hefði aldrei getað verið hægt með malbiki,“ segir G. Pétur. Klæðingin sé um þrisvar til fimm sinnum ódýrari. Hann fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klæðingin hafi þannig verið leið til að koma bundnu slitlagi á vegina. Þetta hafi verið gert annars staðar líka. Núna séu um sex þúsund kílómetrar af bundnu slitlagi á Íslandi og aðeins 600 séu með malbiki. Ef ekki væri fyrir klæðinguna væru kannski þrjú til fjögur þúsund af þessum sex þúsund kílómetrum enn malarvegir. Malbikið samt betra „Það væri ekki skemmtilegt,“ segir G. Pétur. Það þurfi fjármagn í það og Vegagerðin þurfi að forgangsraða. Vegagerðin miði við það að ef umferðin sé meiri en 2.500 bílar á dag þá sé rétt að skipta í malbik. Það sé gert með tilliti til viðhaldskostnaðar því klæðingin eyðist fyrr. „Þó það sé ekki skítaredding þá er samt sem áður malbikið betra.“ Fram kom í viðtali við Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð fyrir helgi að það væri ódýrara til lengri tíma að malbika því viðhaldsþörfin sé minni. Umferð hafi víða aukist og þungaflutningar líka því meira sé um að vörur séu keyrðar á milli staða en að siglt sé með þær eins og áður. G. Pétur segir þetta ekki alveg rétt. Það fari eftir því hversu mikil umferðin er á veginum hvort það sé í raun ódýrara að malbika. Vegakerfið gott en ekki staða á viðhaldi Hann segir íslenska vegakerfið ráða við mikla umferð en að Vegagerðin nái ekki að sinna viðhaldi eins og þau myndu vilja. „Við viljum halda vegakerfinu í horfinu þannig við séum ekki að tapa því niður,“ segir G. Pétur. Sem dæmi þýði það að á höfuðborgarsvæðinu séu fleiri holur á vegunum en Vegagerðin myndi vilja. „Við náum ekki að leggja nýtt lag yfir eins hratt og við viljum. Þannig það kemur alltaf í bakið á okkur.“ Klæðingin sé ekki skítaredding en það mætti sinna viðhaldi betur. „Við erum að sætta okkur við dýpri hjólför en við vildum,“ segir G. Pétur og að þó svo að klæðingin sé ekki skítaredding mætti mögulega segja að það sé skítaredding að setja ekki yfir oftar. Það sé beðið í eitt til tvö ár en þyrfti að vera oftar. Hann segir Vegagerðina gera það besta sem þau geta miðað við það fjármagn sem þau fá úthlutað. Þau fái um tólf milljarða í viðhald árlega en þyrftu um 18 til að halda í horfinu. „En við erum með tug milljarða, jafnvel langleiðina í hundrað milljarða, viðhaldsskuld í gegnum árin,“ segir hann og að til að vinna á henni þyrfti áratuga átak. 300 milljónir í viðhald jarðgangna Hann segir Vegagerðina horfa á vegakerfið í heild og það sé reynt að halda því í horfinu eins og hægt er. Auk þess séu þau að skoða brýr og jarðgöng. Það kosti rúmlega 300 milljónir á ári að reka jarðgöngin. Það sé kostnaðarsamt því þar sé ótrúlegur búnaður. Svo þurfi að endurnýja og viðhalda. „Þó þú sért búinn að bora gat í gegnum fjallið. Tíu til fimmtán árum seinna þá er komin viðhaldsþörf á þau líka, á þennan búnað. Þetta er kostnaðarsamt.“ Hvað varðar það að greiða fyrir akstur á vegum landsins segir G. Pétur fólk ákveðinn hluta bensíngjaldsins renna í vegagerð. Hann segir svipaða stöðu að segja víða í Evrópu til dæmis um viðhaldsskuld. Þar séu göng og brýr að koma á tíma og evrópska vegakerfið hafi miklar áhyggjur af því að það þurfi að sinna stórum hluta þess á sama tíma. Kostnaðurinn verði skyndilega miklu meiri. „Þetta er ekki einsdæmi,“ segir hann. Það séu samt dæmi um að einhverjar þjóðir hafi unnið sína viðhaldsskuld niður. Það hafi verið gert í Danmörku til dæmis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan. Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Bílar Umferð Tengdar fréttir Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 „Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. 28. júní 2024 11:35 Framkvæmdum ljúki „vonandi fyrir verslunarmannahelgi“ Vegagerðin stefnir að því að ljúka framkvæmdum við gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar fyrir verslunarmannahelgi, þannig að umferð tefjist ekki lengur við þessi fjölförnustu gatnamót landsins. 25. júní 2024 19:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
„Klæðingin er engin skítaredding heldur akkúrat það sem hefur bjargað Íslandi,“ segir G. Pétur Matthíasson forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar um klæðingar á vegi. Þegar hann tók bílpróf hafi nærri aðeins verið malarvegir en hann bjó á Hvolsvelli. Allir hafi þá talað um að losna við lausamölina og skítinn sem henni fylgdi. Í kringum 1980 hafi Vegagerðin aflað sér þekkingar um klæðingu og viljað koma bundnu slitlagi á vegi Íslands. Eftir það hafi þeir verið að leggja um 300 kílómetra af bundnu slitlagi á ári. „Það er hægt af því að klæðingin er til staðar. Þetta hefði aldrei getað verið hægt með malbiki,“ segir G. Pétur. Klæðingin sé um þrisvar til fimm sinnum ódýrari. Hann fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Klæðingin hafi þannig verið leið til að koma bundnu slitlagi á vegina. Þetta hafi verið gert annars staðar líka. Núna séu um sex þúsund kílómetrar af bundnu slitlagi á Íslandi og aðeins 600 séu með malbiki. Ef ekki væri fyrir klæðinguna væru kannski þrjú til fjögur þúsund af þessum sex þúsund kílómetrum enn malarvegir. Malbikið samt betra „Það væri ekki skemmtilegt,“ segir G. Pétur. Það þurfi fjármagn í það og Vegagerðin þurfi að forgangsraða. Vegagerðin miði við það að ef umferðin sé meiri en 2.500 bílar á dag þá sé rétt að skipta í malbik. Það sé gert með tilliti til viðhaldskostnaðar því klæðingin eyðist fyrr. „Þó það sé ekki skítaredding þá er samt sem áður malbikið betra.“ Fram kom í viðtali við Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð fyrir helgi að það væri ódýrara til lengri tíma að malbika því viðhaldsþörfin sé minni. Umferð hafi víða aukist og þungaflutningar líka því meira sé um að vörur séu keyrðar á milli staða en að siglt sé með þær eins og áður. G. Pétur segir þetta ekki alveg rétt. Það fari eftir því hversu mikil umferðin er á veginum hvort það sé í raun ódýrara að malbika. Vegakerfið gott en ekki staða á viðhaldi Hann segir íslenska vegakerfið ráða við mikla umferð en að Vegagerðin nái ekki að sinna viðhaldi eins og þau myndu vilja. „Við viljum halda vegakerfinu í horfinu þannig við séum ekki að tapa því niður,“ segir G. Pétur. Sem dæmi þýði það að á höfuðborgarsvæðinu séu fleiri holur á vegunum en Vegagerðin myndi vilja. „Við náum ekki að leggja nýtt lag yfir eins hratt og við viljum. Þannig það kemur alltaf í bakið á okkur.“ Klæðingin sé ekki skítaredding en það mætti sinna viðhaldi betur. „Við erum að sætta okkur við dýpri hjólför en við vildum,“ segir G. Pétur og að þó svo að klæðingin sé ekki skítaredding mætti mögulega segja að það sé skítaredding að setja ekki yfir oftar. Það sé beðið í eitt til tvö ár en þyrfti að vera oftar. Hann segir Vegagerðina gera það besta sem þau geta miðað við það fjármagn sem þau fá úthlutað. Þau fái um tólf milljarða í viðhald árlega en þyrftu um 18 til að halda í horfinu. „En við erum með tug milljarða, jafnvel langleiðina í hundrað milljarða, viðhaldsskuld í gegnum árin,“ segir hann og að til að vinna á henni þyrfti áratuga átak. 300 milljónir í viðhald jarðgangna Hann segir Vegagerðina horfa á vegakerfið í heild og það sé reynt að halda því í horfinu eins og hægt er. Auk þess séu þau að skoða brýr og jarðgöng. Það kosti rúmlega 300 milljónir á ári að reka jarðgöngin. Það sé kostnaðarsamt því þar sé ótrúlegur búnaður. Svo þurfi að endurnýja og viðhalda. „Þó þú sért búinn að bora gat í gegnum fjallið. Tíu til fimmtán árum seinna þá er komin viðhaldsþörf á þau líka, á þennan búnað. Þetta er kostnaðarsamt.“ Hvað varðar það að greiða fyrir akstur á vegum landsins segir G. Pétur fólk ákveðinn hluta bensíngjaldsins renna í vegagerð. Hann segir svipaða stöðu að segja víða í Evrópu til dæmis um viðhaldsskuld. Þar séu göng og brýr að koma á tíma og evrópska vegakerfið hafi miklar áhyggjur af því að það þurfi að sinna stórum hluta þess á sama tíma. Kostnaðurinn verði skyndilega miklu meiri. „Þetta er ekki einsdæmi,“ segir hann. Það séu samt dæmi um að einhverjar þjóðir hafi unnið sína viðhaldsskuld niður. Það hafi verið gert í Danmörku til dæmis. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan.
Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Bílar Umferð Tengdar fréttir Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 „Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. 28. júní 2024 11:35 Framkvæmdum ljúki „vonandi fyrir verslunarmannahelgi“ Vegagerðin stefnir að því að ljúka framkvæmdum við gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar fyrir verslunarmannahelgi, þannig að umferð tefjist ekki lengur við þessi fjölförnustu gatnamót landsins. 25. júní 2024 19:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36
„Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. 28. júní 2024 11:35
Framkvæmdum ljúki „vonandi fyrir verslunarmannahelgi“ Vegagerðin stefnir að því að ljúka framkvæmdum við gatnamót Kringlumýrar- og Miklubrautar fyrir verslunarmannahelgi, þannig að umferð tefjist ekki lengur við þessi fjölförnustu gatnamót landsins. 25. júní 2024 19:55
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent