FCK hafnar risatilboði frá Spáni í Orra Stein Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 12:50 FCK vill ekki missa Orra Stein Óskarsson úr sínum röðum. Anders Kjaerbye/Getty Images Danska úrvalsdeildarliðið FC Kaupmannahöfn hefur hafnað risatilboði frá spænska úrvalsdeildarfélaginu Girona í Orra Stein Óskarsson. Blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini hjá danska miðlinum Tipsbladet að Girona sé tilbúið að greiða vel yfir hundrað milljónir danskra króna fyrir Orra, en það samsvarar rétt rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Abolhosseini greinir einnig frá því að Girona hafi nú þegar boðið Kaupmannahafnarliðinu ellefu milljónir evra, eða 82,5 milljónir danskra króna, fyrir Orra Stein, en að félagið hafi nú þegar hafnað því tilboði. Það samningstilboð fól einnig í sér árangurstengdar bónusgreiðslur sem hefðu komið kaupverðinu yfir hundrað milljónir danskra króna. Girona FC vil gå rigtig langt for at købe Orri Óskarsson i FC København som afløser for Artem Dovbyk. La Liga-klubben har budt 11 millioner euro plus bonusser, der får beløbet langt over 100 millioner kroner, men Sune Smith-Nielsen har afvist buddet. https://t.co/DKWThWRbdP— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 8, 2024 Sune Smith-Nielsen, íþróttastjóri FCK, segir hins vegar að félagið hafi stór áform fyrir Orra Stein og því hafi Kaupmannahafnarliðið hafnað tilboðinu. Félagið sér fyrir sér að þessi 19 ára gamli íslenski landsliðsmaður muni leika stórt hlutverk fyrir liðið á komanid árum og því hafi tilboðinu verið hafnað. Búist er við því að Orri Steinn verði fyrsti kostur Jacobs Neestrup, þjálfara FCK, í framherjastöðuna á næsta tímabili. Girona, sem hafnaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, vill hins vegar klófesta framherjann og fá hann til liðs við félagið í stað Artems Dovbyk sem er á leið til Atlético Madrid. Alls skoraði Orri Steinn tíu mörk fyrir FCK í dönsku deildinni á síðasta tímabili. Þar af skoraði hann sex mörk í tíu leikjum eftir að deildinni var skipt upp í efri- og neðri hluta. Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Blaðamaðurinn Farzam Abolhosseini hjá danska miðlinum Tipsbladet að Girona sé tilbúið að greiða vel yfir hundrað milljónir danskra króna fyrir Orra, en það samsvarar rétt rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Abolhosseini greinir einnig frá því að Girona hafi nú þegar boðið Kaupmannahafnarliðinu ellefu milljónir evra, eða 82,5 milljónir danskra króna, fyrir Orra Stein, en að félagið hafi nú þegar hafnað því tilboði. Það samningstilboð fól einnig í sér árangurstengdar bónusgreiðslur sem hefðu komið kaupverðinu yfir hundrað milljónir danskra króna. Girona FC vil gå rigtig langt for at købe Orri Óskarsson i FC København som afløser for Artem Dovbyk. La Liga-klubben har budt 11 millioner euro plus bonusser, der får beløbet langt over 100 millioner kroner, men Sune Smith-Nielsen har afvist buddet. https://t.co/DKWThWRbdP— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 8, 2024 Sune Smith-Nielsen, íþróttastjóri FCK, segir hins vegar að félagið hafi stór áform fyrir Orra Stein og því hafi Kaupmannahafnarliðið hafnað tilboðinu. Félagið sér fyrir sér að þessi 19 ára gamli íslenski landsliðsmaður muni leika stórt hlutverk fyrir liðið á komanid árum og því hafi tilboðinu verið hafnað. Búist er við því að Orri Steinn verði fyrsti kostur Jacobs Neestrup, þjálfara FCK, í framherjastöðuna á næsta tímabili. Girona, sem hafnaði í þriðja sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili, vill hins vegar klófesta framherjann og fá hann til liðs við félagið í stað Artems Dovbyk sem er á leið til Atlético Madrid. Alls skoraði Orri Steinn tíu mörk fyrir FCK í dönsku deildinni á síðasta tímabili. Þar af skoraði hann sex mörk í tíu leikjum eftir að deildinni var skipt upp í efri- og neðri hluta.
Danski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira