Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 13:41 Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent