Læknirinn sem varð fyrir árásinni ætlar lengra með málið Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 15:56 Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu i miðbænum. Vísir/Vilhelm Heimilislæknir sem varð fyrir árás sjúklings á heilsugæslu í Reykjavík en fær ekki bætur frá ríkinu vegna málsins hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira