Ívar Örn: Ótrúleg vinnubrögð dómarans Ólafur Þór Jónsson skrifar 8. júlí 2024 21:55 Ívar Örn, fyrirliði KA, í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ívar Örn Árnason leikmaður KA átti fínan leik í vörn Akureyringa í 1-1 jafntefli gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Hann var þó heldur ósáttur með mark FH í leiknum. „Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira