Úlfur Ágúst Björnsson kom FH yfir með skalla eftir hornspyrnu en KA-menn voru ósáttir með það mark. Þeir vildu fá rangstöðu dæmda á Sigurð Bjart Hallsson sem stóð í rangstöðu og fyrir framan markvörðinn þegar Úlfur skallaði boltann.
FH komst yfir á 27. mínútu og var yfir í leiknum í meira en fimmtíu mínútur eða þar til á 80. mínútu þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði metin úr vítaspyrnu. Vítið fékk Hallgrímur sjálfur eftir brot hjá Sindra Kristni Ólafssyni, markverði FH.
FH er áfram í fimmta sæti með 21 stig, tveimur stigum á eftir Skagamönnum.
KA er í tíunda sæti með 12 stig, stigi á eftir HK og stigi á undan Vestra sem situr í fallsæti.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær.