„Óskiljanlegt að þetta mark hafi fengið að standa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 10:30 KA-menn mótmæla marki FH í leiknum í Kaplakrik í gær en á meðan fagna FH-ingar. Vísir/Pawel FH komst yfir á móti KA í 1-1 jafntefli liðanna í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í gær en KA-menn voru mjög ósáttir með að markið hafi fengið að standa. Stúkan ræddi þetta umdeilda mark FH-inga í gær. „Þegar við skoðum þetta opnunarmark í þessum leik, sem FH skorar, þá held ég að flestir verði að vera sammála um það að KA-menn séu óheppnir að þetta mark standi. Sigurður Bjartur [Hallsson] er svo sannarlega fyrir innan,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar og vitnaði svo í viðtal við fyrirliði KA-liðsins eftir leikinn. „Ívar [Örn Árnason] kom inn á það í viðtalinu að Birkir Sigurðsson aðstoðardómari hafi staðfest það að hann hafi klárlega verið fyrir innan. Arnar [Þór Stefánsson] dómari tók ákvörðun um það að hann hafi ekki haft áhrif á Steinþór [Már Auðunsson] í markinu,“ sagði Guðmundur. Aðstoðardómarinn henti dómaranum undir rútuna „Hann sagði að hann hafi fleygt Arnari Þór undir rútuna. Við sáum ekkert ósvipað dæmi upp á Skaga þegar þeir dæmdu það mark af eftir á,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þarna var mjög augljóslega Sigurður Bjartur að hafa áhrif á Stubb [Steinþór]. Það er óskiljanlegt að þetta mark hafi fengið að standa,“ sagði Albert. „Þeir tala sig saman um þessa ákvörðun því hann flaggar aldrei,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Þorði hann ekki? „Við þurfum að fá VAR strax eða einhvers konar útfærslu,“ sagði Baldur. Stúkan sýndi síðan markið sem var dæmt af Valsmönnum upp á Akranesi. „Ætli að það hafi haft áhrif á Arnar Þór að þetta mark var dæmt af eftir á og svo kom í ljós að það var rangur dómur. Mögulega hefur hann ekki þorað að taka sömu áhættu,“ sagði Albert. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um þessi tvö mörk. Klippa: Stúkan: Mark FH átti ekki að fá að standa Besta deild karla Stúkan FH KA Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira
„Þegar við skoðum þetta opnunarmark í þessum leik, sem FH skorar, þá held ég að flestir verði að vera sammála um það að KA-menn séu óheppnir að þetta mark standi. Sigurður Bjartur [Hallsson] er svo sannarlega fyrir innan,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar og vitnaði svo í viðtal við fyrirliði KA-liðsins eftir leikinn. „Ívar [Örn Árnason] kom inn á það í viðtalinu að Birkir Sigurðsson aðstoðardómari hafi staðfest það að hann hafi klárlega verið fyrir innan. Arnar [Þór Stefánsson] dómari tók ákvörðun um það að hann hafi ekki haft áhrif á Steinþór [Már Auðunsson] í markinu,“ sagði Guðmundur. Aðstoðardómarinn henti dómaranum undir rútuna „Hann sagði að hann hafi fleygt Arnari Þór undir rútuna. Við sáum ekkert ósvipað dæmi upp á Skaga þegar þeir dæmdu það mark af eftir á,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Þarna var mjög augljóslega Sigurður Bjartur að hafa áhrif á Stubb [Steinþór]. Það er óskiljanlegt að þetta mark hafi fengið að standa,“ sagði Albert. „Þeir tala sig saman um þessa ákvörðun því hann flaggar aldrei,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Þorði hann ekki? „Við þurfum að fá VAR strax eða einhvers konar útfærslu,“ sagði Baldur. Stúkan sýndi síðan markið sem var dæmt af Valsmönnum upp á Akranesi. „Ætli að það hafi haft áhrif á Arnar Þór að þetta mark var dæmt af eftir á og svo kom í ljós að það var rangur dómur. Mögulega hefur hann ekki þorað að taka sömu áhættu,“ sagði Albert. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um þessi tvö mörk. Klippa: Stúkan: Mark FH átti ekki að fá að standa
Besta deild karla Stúkan FH KA Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Sjá meira