Ísland á pari við San Marínó og Mónakó en langt á eftir Kýpur Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 13:02 Hákon Svavarsson, Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir keppa fyrir hönd Íslands á ÓL í París. ÍSÍ Aðeins þrjár Evrópuþjóðir koma til með að eiga færri keppendur en Ísland á Ólympíuleikunum í París í sumar. Ísland á fimm keppendur líkt og San Marínó, Mónakó og Malta. Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Flestir eru sjálfsagt sammála um að Íslendingar geti gert mun betur þegar kemur að því að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki, með það í huga að eignast fleiri fulltrúa á stærsta sviði heimsíþróttanna. Skref í þá átt var ráðning Vésteins Hafsteinssonar í stöðu afreksstjóra ÍSÍ í byrjun síðasta árs. Hans starf er hins vegar rétt að hefjast en Vésteinn segir það engu að síður vonbrigði að aðeins fimm keppendur fari frá Íslandi á leikana í París, síðar í þessum mánuði. Liechtenstein, Andorra og Norður-Makedónía eru einu Evrópuþjóðirnar með færri keppendur en Ísland í París, nú þegar allar þjóðir ættu að hafa tilkynnt sinn keppendahóp. Svona er samanburðurinn við hinar smáþjóðirnar Ef horft er til þjóðanna níu sem keppa á Smáþjóðaleikunum þá er Ísland í 4.-7. sæti yfir flesta keppendur. Það er þó skárri staða en á síðustu Ólympíuleikum, þegar Ísland átti næstfæsta keppendur eða aðeins fjóra talsins. Fjöldi keppenda á Ólympíuleikunum í París í sumar, frá þjóðunum sem einnig keppa á Smáþjóðaleikunum.Vísir/Rúnar Af smáþjóðunum níu á Svartfjallaland, eins og staðan er í dag, flesta keppendur í París eða 18 talsins. Það er þrátt fyrir mikla fækkun vegna þess að kvennalandsliðið í handbolta er ekki með í ár. Útlitið væri einmitt einnig mikið betra hjá Íslandi ef að karlalandsliðið í handbolta hefði komist á leikana, en það hefur því ekki tekist síðan 2012. Svartfellingar eiga líkt og síðustu Ólympíuleika lið í sundknattleik karla, sem skipað er 13 leikmönnum. Hinir keppendurnir eru í hnefaleikum, siglingum, sundi og tennis. Kýpverjar, sem eru fjölmennastir smáþjóðanna með yfir 900.000 íbúa, eiga 16 keppendur á leikunum í París eða yfir þrefalt fleiri en Íslendingar. Þeir eru allir í einstaklingsgreinum; frjálsíþróttum, hjólreiðum, skylmingum, fimleikum, júdó, siglingum, skotfimi og sundi. Lúxemborg á svo 13 keppendur, í bogfimi, frjálsíþróttum, hjólreiðum, hestaíþróttum, borðtennis og þríþraut. Eins og fyrr segir eiga Malta, Mónakó og San Marínó fimm fulltrúa hvert eins og Ísland. Andorra á svo tvo og Liechtenstein einn. Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París eru Anton Sveinn McKee, sem keppir í 100 og 200 metra bringusundi, Snæfríður Jórunnardóttir í 100 og 200 metra skriðsundi, Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi, Hákon Svavarsson í haglabyssuskotfimi, og Edda Hannesdóttir í þríþraut. Ólympíuleikarnir í París fara fram dagana 26. júlí til 11. ágúst. Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Dagskrá Íslands á Ólympíuleikunum í París Anton Sveinn McKee - sund Paris La Defense Arena 27. júlí kl.11.00 - 100m bringusund 27. júlí kl.21.15 - undanúslit 100m bringusunds 28. júlí kl.21.54 - úrslit 100 bringusunds 30. júlí kl.11.00 - 200m bringusund 30. júlí kl.21.46 - undanúrslit 200m bringusunds 31. júlí kl.22.00 - úrslit 200m bringusunds - Snæfríður Sól Gunnarsdóttir - sund Paris La Defense Arena 28. júlí kl.11.00 - 200m skriðsund 28. júlí kl.22.00 - undanúrslit 200m skriðsunds 29. júlí kl.21.48 - úrslit 200m skriðsunds 30. júlí kl.11.00 - 100m skriðsund 30. júlí kl.21.25 - undanúrslit 100m skriðsunds 31. júlí kl.20.30 - úrslit 100m skriðsunds - Guðlaug Edda Hannesdóttir - þríþraut Pont Alexander III 31. júlí kl.08.00 - keppni í þríþraut - Hákon Þór Svavarsson - haglabyssuskotfimi Chateauroux Shooting Ctr. 2. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.09.00 - keppni í skeet 3. ágúst kl.15.30 - úrslit í skeet - Erna Sóley Gunnarsdóttir - kúluvarp Stade de France 8. ágúst kl.10.25 - kúluvarp 9. ágúst kl.19.40 - úrslit í kúluvarpi
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira