„Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júlí 2024 21:24 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, á von á allt öðruvísi leik í næstu viku. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitaskuld svekktur að hafa ekki unnið Shamrock Rovers í fyrsta leik undankeppni Meistaradeildarinnar. Niðurstaðan markalaust jafntefli en heimamenn stýrðu spilinu stærstan hluta leiksins. „Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað lágum við svolítið á þeim en Evrópufótbolti eins og hann er, þeir hefðu alveg getað skorað úr þessu eina færi sem þeir fengu. En við reyndum, reyndum hvað við gátum, erfitt að spila á móti low block.“ Víkingar voru við stjórnvölinn lengst af í leiknum, herjuðu upp kantana og fengu fjölda færa eftir fyrirgjafir og hornspyrnur en gáfu gestunum líka séns. „Við gáfum þeim break inn á milli með því að missa boltann klaufalega og mögulega ógnum við ekki alveg nógu mikið með krossum inn í boxið en heilt yfir var frammistaðan mjög góð. Við fengum samt færi til að gera mark og jafnvel bæta við einu í viðbót en þeir hefðu líka getað skorað úr þessu færi.“ Vanir að nota varamenn vel Arnar gerði breytingar eftir um sjötíu mínútna leik, tók Nikolaj Hansen útaf, færði Danijel Dejan Djuric upp á topp og setti Ara Sigurpálsson út á vinstri vænginn. „Bara að reyna að hreyfa aðeins við liðinu, þeir voru búnir að testa okkur í sjötíu mínútur, svo koma breytingar, fá öðruvísi menn einn á móti einum. Öðruvísi hreyfingar í hálfsvæðin og líka bara fá ferskar lappir inn, þetta eru gríðarleg hlaup í þessum leikjum og líka andleg þreyta. Við erum vanir að nota okkar varamenn vel og mér fannst þeir standa sig vel sem komu inn á.“ Klókir og reynslumiklir Shamrock lá langt til baka allan leikinn og spilaði agaðan varnarleik. Leikplan þeirra gekk upp, Víkingar sköpuðu fá dauðafæri og gestirnir hefðu hæglega getað stolið sigrinum undir lokin. „Þeir voru líka bara klókir, þetta er augljóslega lið sem er með mikla Evrópureynslu. Töfðu leikinn vel, gáfu sér góðan tíma í allt mögulegt milli himins og jarðar. Vel gert hjá þeim að halda þetta út.“ Verður öðruvísi útileikur Arnar gerir ekki ráð fyrir því að Shamrock leggi upp með sama leikplan í næsta leik. Liðið er vant því að spila allt öðruvísi og mun væntanlega vilja sýna áhorfendum sínum alvöru frammistöðu. „Það sem þeir sýndu okkur í dag, þetta er alls ekki þeirra DNA. Þetta er lið sem er að dóminera leiki, pressa hátt og pressa stíft. Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli, sem kannski gefur okkur betur tækifæri að spila á móti liði sem opnar sig aðeins. Það verður hrikalega erfiður útivöllur, við verðum að vera jafn klókir og þeir voru hérna, vera þolinmóðir og reyna að nýta okkar tækifæri þegar þau koma.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira