Þegar rökin skortir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2024 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins. Tilefni þessara skrifa er grein Einars Helgasonar á Vísir.is í gær þar sem hann kýs raunar fremur að veitast að mér persónulega en að svara mér efnislega. Vænir hann mig um það alls órökstutt að ég fái greitt fyrir það að skrifa greinar á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum, Morgunblaðinu! Einari til upplýsingar hef ég ekki fengið svo mikið sem krónu greidda fyrir þessi greinaskrif mín og hvað þá evrur eins og hann ýjar einnig að. Þá starfa ég ekki á blaðinu og hef ekki gert í á fimmta ár. Ýmislegt er reynt þegar rökin skortir. Hvað skrif mín annars varðar er ekkert af því sem ég hef skrifað um í greinum mínum eitthvað sem rætt yrði um við Evrópusambandið ef til þess kæmi að Ísland gengi þar inn. Líkt og til dæmis fyrirkomulag sambandsins þegar kemur að vægi ríkja innan þess. Raunar hafa Evrópusambandssinnar í seinni tíð haldið því fram að ekki þyrfti að semja um neitt. Regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika myndi þannig tryggja hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum og svonefndur heimskautalandbúnaður í landbúnaðarmálum. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Með öðrum orðum hefur málflutningur Evrópusambandssinna einfaldlega verið sá að við vitum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Sem er auðvitað rétt líkt og hinn mikli áhugamaður um inngöngu Íslands í sambandið, Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, sagði um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Hitt er svo annað mál að hvorki reglan um hlutfallslegan stöðugleika né heimskautalandbúnaðurinn myndu tryggja hagsmuni okkar innan Evrópusambandsins. Ekki sízt þar sem hvorugt breytti því að stjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarmála okkar færðist til stofnana þess. Reglunni um hlutfallslegan stöðugleika væri þess utan ekki einungis hægt að breyta eða jafnvel afnema án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins heldur er beinlínis stefnt að því enda hefur hún sætt mikilli og vaxandi gagnrýni innan þess. Heimskautalandbúnaðurinn felur í sér að ríkjum Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki sambandsins. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setur og ákveður hún öll skilyrði fyrir honum. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Marklaus gögn frá Evrópusambandinu? Ég hef annars skilning á því að erfitt sé fyrir Einar að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda um vægi ríkja innan sambandsins og reglu þess um hlutfallslegan stöðugleika. Ég hefði fyrirfram talið að Einar, sem talsmaður inngöngu í Evópusambandið, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka gögn frá Brussel vaknar vitanlega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hins vegar er rétt að nota tækifærið og hvetja Einar til þess að svara skrifum mínum efnislega og hrekja þau rök sem þar eru sett fram. Rök sem, líkt og áður segir, eru oftar en ekki reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Útskýra mætti í leiðinni hvernig það geti talizt meðmæli með inngöngu í sambandið að upplýsingar frá því séu óáreiðanlegar. Telji Einar á hinn bóginn frávik frá stefnum og regluverki Evrópusambandsins forsendu inngöngu í það hlýtur sú spurning eðlilega að vakna hvað við höfum þá að gera þangað inn? Við Íslendingar höfum annars alla burði til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum. Þar skiptir fámennið ekki máli. Hins vegar yrði raunin ljóslega önnur ef til þess kæmi að við myndum með lagalega bindandi hætti framselja valdið yfir flestum okkar málum, ekki einungis sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, í annarra hendur og samþykkja að vægi okkar, þegar teknar væru ákvarðanir í þeim efnum, færi eftirleiðis einkum eftir íbúafjölda landsins líkt og raunin yrði kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði eðli málsins samkvæmt ekki samið um það hvert vægi landsins yrði innan þess. Þar er enda um að ræða fyrirkomulag sem nær til allra ríkja sambandsins og tekur fyrst og fremst mið af íbúafjölda þeirra. Seint yrði samþykkt af ríkjum Evrópusambandsins að eitthvað allt annað gilti um Ísland í þeim efnum en þau sjálf. Hitt er annað mál að jafnvel þó vægi landsins yrði margfalt á við íbúafjölda þess dygði það skammt enda yrðum við langfámennsta ríkið innan sambandsins. Tilefni þessara skrifa er grein Einars Helgasonar á Vísir.is í gær þar sem hann kýs raunar fremur að veitast að mér persónulega en að svara mér efnislega. Vænir hann mig um það alls órökstutt að ég fái greitt fyrir það að skrifa greinar á Vísir.is og það frá helzta samkeppnisaðilanum, Morgunblaðinu! Einari til upplýsingar hef ég ekki fengið svo mikið sem krónu greidda fyrir þessi greinaskrif mín og hvað þá evrur eins og hann ýjar einnig að. Þá starfa ég ekki á blaðinu og hef ekki gert í á fimmta ár. Ýmislegt er reynt þegar rökin skortir. Hvað skrif mín annars varðar er ekkert af því sem ég hef skrifað um í greinum mínum eitthvað sem rætt yrði um við Evrópusambandið ef til þess kæmi að Ísland gengi þar inn. Líkt og til dæmis fyrirkomulag sambandsins þegar kemur að vægi ríkja innan þess. Raunar hafa Evrópusambandssinnar í seinni tíð haldið því fram að ekki þyrfti að semja um neitt. Regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika myndi þannig tryggja hagsmuni okkar í sjávarútvegsmálum og svonefndur heimskautalandbúnaður í landbúnaðarmálum. „Vitanlega er ESB ekki lokaður pakki“ Með öðrum orðum hefur málflutningur Evrópusambandssinna einfaldlega verið sá að við vitum hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér. Sem er auðvitað rétt líkt og hinn mikli áhugamaður um inngöngu Íslands í sambandið, Uffe Ellemann-Jensen heitinn, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, sagði um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert.“ Hitt er svo annað mál að hvorki reglan um hlutfallslegan stöðugleika né heimskautalandbúnaðurinn myndu tryggja hagsmuni okkar innan Evrópusambandsins. Ekki sízt þar sem hvorugt breytti því að stjórn sjávarútvegs- og landbúnaðarmála okkar færðist til stofnana þess. Reglunni um hlutfallslegan stöðugleika væri þess utan ekki einungis hægt að breyta eða jafnvel afnema án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins heldur er beinlínis stefnt að því enda hefur hún sætt mikilli og vaxandi gagnrýni innan þess. Heimskautalandbúnaðurinn felur í sér að ríkjum Evrópusambandsins sé heimilt að styrkja landbúnað sinn norðan 62. breiddargráðu með eigin skattfé til viðbótar við styrki sambandsins. Stuðningurinn er bundinn í reglugerð sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setur og ákveður hún öll skilyrði fyrir honum. Þar á meðal umfang hans en ekkert lágmark er í þeim efnum, einungis hámark. Fyrir vikið getur stuðningurinn fallið alfarið á brott með breyttri stefnu þess og lagasetningu í landbúnaðarmálum. Marklaus gögn frá Evrópusambandinu? Ég hef annars skilning á því að erfitt sé fyrir Einar að svara skrifum mínum efnislega. Ekki sízt í ljósi þess að þau byggja einkum á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Til að mynda um vægi ríkja innan sambandsins og reglu þess um hlutfallslegan stöðugleika. Ég hefði fyrirfram talið að Einar, sem talsmaður inngöngu í Evópusambandið, væri sæmilega að sér um vöruna sem hann er að selja. Telji hann hins vegar ekkert að marka gögn frá Brussel vaknar vitanlega sú spurning hvað fleira sé þá ómarktækt sem þaðan kemur? Hins vegar er rétt að nota tækifærið og hvetja Einar til þess að svara skrifum mínum efnislega og hrekja þau rök sem þar eru sett fram. Rök sem, líkt og áður segir, eru oftar en ekki reist á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Útskýra mætti í leiðinni hvernig það geti talizt meðmæli með inngöngu í sambandið að upplýsingar frá því séu óáreiðanlegar. Telji Einar á hinn bóginn frávik frá stefnum og regluverki Evrópusambandsins forsendu inngöngu í það hlýtur sú spurning eðlilega að vakna hvað við höfum þá að gera þangað inn? Við Íslendingar höfum annars alla burði til þess að standa vörð um hagsmuni okkar gagnvart öðrum þjóðum. Þar skiptir fámennið ekki máli. Hins vegar yrði raunin ljóslega önnur ef til þess kæmi að við myndum með lagalega bindandi hætti framselja valdið yfir flestum okkar málum, ekki einungis sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, í annarra hendur og samþykkja að vægi okkar, þegar teknar væru ákvarðanir í þeim efnum, færi eftirleiðis einkum eftir íbúafjölda landsins líkt og raunin yrði kæmi til inngöngu í Evrópusambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun