„Ég fer ekki í búr eins og dýr“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 11:21 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, gefur ekki mikið fyrir áskorun Alexanders Jarls. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl Abu-Samrah hefur skorað á fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson í glímu vegna ummæla sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti fyrr í vikunni. Hann birti færslu á samfélagsmiðla þar sem hann biður fólk um að læka færsluna ef það vill sjá þá tvo takast á í „búrinu.“ Stefán segir að ef menn vilji koma honum í búr þá sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stéfáni Einari þótti ekki mikið til þessa gjörnings Alexanders koma þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum. Hann segist ekki ætla í neitt búr og að ef menn ætli að koma honum í búr sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stefán Einar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar fólkið sem helst vilji þagga í umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Hann segir sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „gettó“ þar sem fólk þori ekki að hleypa dætrum sínum út á kvöldin án eftirlits. Umrædd færsla Alexanders Jarls.Instagram „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Hnefasamlokur á Kaffi Vest Alexander Jarl tók ekki vel í þessi ummæli Stefáns og birti eins og áður kom fram skjáskot af frétt Vísis um málið og birti umrædda færslu. Samhliða því birti hann einnig myndbandasyrpu af sér að stunda líkamsrækt. Undir myndbandið skrifar hann að hann sé að bjóða upp á hnefasamlokur á Kaffihúsi Vesturbæjar en það er vitnun í Stefán. Hann segir jafnframt að það verði tveir-fyrir-einn-afsláttur á téðum hnefasamlokum fyrir síónista sem hann ýjar að að Stefán Einar sé. Aldrei heyrt um hann Stefán segist aldrei hafa heyrt um Alexander en að þessar birtingar hans sýni hvaða mann hann hafi að geyma. Hann bætir við að hann sé alveg örugglega með betri tíma en Alexander í maraþonhlaupi. „Menn halda kannski dýrum í búrum en ég fer ekki inn í búr eins og dýr. Ef menn ætla að koma mér í búr þá til marks um það hvernig menn hugsa um samlanda sína og aðra borgara,“ segir Stefán. „Ég er talsmaður frelsis og að fólk beiti annað fólk ekki ofbeldi,“ segir hann. Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Stéfáni Einari þótti ekki mikið til þessa gjörnings Alexanders koma þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum. Hann segist ekki ætla í neitt búr og að ef menn ætli að koma honum í búr sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stefán Einar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar fólkið sem helst vilji þagga í umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Hann segir sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „gettó“ þar sem fólk þori ekki að hleypa dætrum sínum út á kvöldin án eftirlits. Umrædd færsla Alexanders Jarls.Instagram „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Hnefasamlokur á Kaffi Vest Alexander Jarl tók ekki vel í þessi ummæli Stefáns og birti eins og áður kom fram skjáskot af frétt Vísis um málið og birti umrædda færslu. Samhliða því birti hann einnig myndbandasyrpu af sér að stunda líkamsrækt. Undir myndbandið skrifar hann að hann sé að bjóða upp á hnefasamlokur á Kaffihúsi Vesturbæjar en það er vitnun í Stefán. Hann segir jafnframt að það verði tveir-fyrir-einn-afsláttur á téðum hnefasamlokum fyrir síónista sem hann ýjar að að Stefán Einar sé. Aldrei heyrt um hann Stefán segist aldrei hafa heyrt um Alexander en að þessar birtingar hans sýni hvaða mann hann hafi að geyma. Hann bætir við að hann sé alveg örugglega með betri tíma en Alexander í maraþonhlaupi. „Menn halda kannski dýrum í búrum en ég fer ekki inn í búr eins og dýr. Ef menn ætla að koma mér í búr þá til marks um það hvernig menn hugsa um samlanda sína og aðra borgara,“ segir Stefán. „Ég er talsmaður frelsis og að fólk beiti annað fólk ekki ofbeldi,“ segir hann.
Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04
Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01