„Við erum bara að reyna að lifa af“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 07:01 Hannes Sasi Pálsson hefur lengi starfað í ferðamannabransanum við að skipuleggja brúðkaup ferðamanna. kristín maría Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes. Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes.
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira