Fleygði lögreglumanni í jörðina eftir hlaup um miðbæ Akureyrar Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 07:19 Lögreglan var kölluð út vegna slagsmála við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Síðan hófst eftirför lögreglu um miðbæ Akureyrar. Vísir/Tryggvi Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að veitast að lögreglumanni í miðbæ Akureyrar í júlí í fyrra. Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað. Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað.
Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?