Heimir hætti sem þjálfari jamaíska landsliðsins eftir að það féll úr leik í Suður-Ameríkukeppninni á dögunum. Hann er nú tekinn við Írlandi.
Welcome to Ireland Heimir Hallgrímsson 🇮🇪
— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) July 10, 2024
Our new Ireland MNT Head Coach 💚 pic.twitter.com/aKZMMOPtyL
Eyjamaðurinn tekur við starfinu af Stephen Kenny sem hætti með írska landsliðið síðasta haust. Síðan hafa Írar verið í þjálfaraleit en henni er nú lokið.
Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn í tveimur leikjum gegn Englandi og Grikklandi í Dublin í Þjóðadeildinni í september. Auk þeirra er Finnland í riðli 2.
Heimir var aðstoðarmaður Lars Lagerbäck með íslenska landsliðið á árunum 2011-13 og stýrði því svo með honum til 2016. Undir þeirra stjórn komst íslenska liðið alla leið í átta liða úrslit á EM 2016. Eftir mótið tók Heimir einn við íslenska liðinu og kom því á HM 2018. Þar komst Ísland ekki upp úr riðlakeppninni.