Danska súperstjarnan grét Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:41 Jonas Vingegaard átti erfitt með sig eftir frábæran dag. Það hefur verið krefjandi fyrir hann að koma til baka eftir slæmt slys í vor. EPA-EFE/JEROME DELAY Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar undanfarin tvö ár en árið í ár hefur reynst honum mjög erfitt. Vingegaard stórslasaði sig þegar hann skall í jörðina í keppni fyrir nokkrum mánuðum. Það var óttast að hann hefði með þessu misst af möguleikanum á því að vinna stærstu hjólreiðakeppni heims þriðja árið í röð. Honum tókst hins vegar að ná sér góðum fyrir Frakklandshjólreiðarnar og vann sína fyrstu sérleið í keppninni í gær. Það var ellefta sérleiðin í Tour de France 2024. Three months after a career threatening crash, Jonas Vingegaard is back at his best level and took his 4th TDF stage win, spanking Pogacar in an uphill sprint. Definitely one of the most incredible comebacks I've ever seen. Hats off, Jonas. 🎩 #TDF2024pic.twitter.com/5GBxSA7RUI— Mihai Simion (@faustocoppi60) July 10, 2024 Daninn réð ekki við tilfinningar sínar eftir keppni dagsins. „Ég er bara svo ánægður að vera hérna,“ sagði Vingegaard og tárin runnu. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna. Að koma til baka eftir slysið ... fyrirgefðu,“ sagði Vingegaard en varð að taka sér smá pásu til að þurrka tárin og ná tökum á sér. Vingegaard er þriðji í heildarkeppninni en þetta var hans besti dagur síðan að hann lenti í slysinu. „Þetta skiptir miklu máli eftir allt sem ég hef gengið í gegnum undanfarna mánuði. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar,“ sagði Vingegaard. Í viðtali fyrr í vikunni talaði Vingegaard um það að hann hafi óttast það að deyja í slysinu. „Ég bara ánægður að fá að vera hér. Það skiptir svo miklu máli að vinna sérleið. Ekki síst að vinna hana fyrir framan fjölskyldu mína sem stóðu með mér og hvöttu mig áfram allan tímann,“ sagði Vingegaard. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. An emotional Jonas Vingegaard reacts to his Tour de France stage win after coming back from the terrible crash earlier this year. #TDF2024 pic.twitter.com/Laz2jHhCwC— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) July 10, 2024 Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjá meira
Vingegaard stórslasaði sig þegar hann skall í jörðina í keppni fyrir nokkrum mánuðum. Það var óttast að hann hefði með þessu misst af möguleikanum á því að vinna stærstu hjólreiðakeppni heims þriðja árið í röð. Honum tókst hins vegar að ná sér góðum fyrir Frakklandshjólreiðarnar og vann sína fyrstu sérleið í keppninni í gær. Það var ellefta sérleiðin í Tour de France 2024. Three months after a career threatening crash, Jonas Vingegaard is back at his best level and took his 4th TDF stage win, spanking Pogacar in an uphill sprint. Definitely one of the most incredible comebacks I've ever seen. Hats off, Jonas. 🎩 #TDF2024pic.twitter.com/5GBxSA7RUI— Mihai Simion (@faustocoppi60) July 10, 2024 Daninn réð ekki við tilfinningar sínar eftir keppni dagsins. „Ég er bara svo ánægður að vera hérna,“ sagði Vingegaard og tárin runnu. „Það eru auðvitað miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna. Að koma til baka eftir slysið ... fyrirgefðu,“ sagði Vingegaard en varð að taka sér smá pásu til að þurrka tárin og ná tökum á sér. Vingegaard er þriðji í heildarkeppninni en þetta var hans besti dagur síðan að hann lenti í slysinu. „Þetta skiptir miklu máli eftir allt sem ég hef gengið í gegnum undanfarna mánuði. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar,“ sagði Vingegaard. Í viðtali fyrr í vikunni talaði Vingegaard um það að hann hafi óttast það að deyja í slysinu. „Ég bara ánægður að fá að vera hér. Það skiptir svo miklu máli að vinna sérleið. Ekki síst að vinna hana fyrir framan fjölskyldu mína sem stóðu með mér og hvöttu mig áfram allan tímann,“ sagði Vingegaard. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. An emotional Jonas Vingegaard reacts to his Tour de France stage win after coming back from the terrible crash earlier this year. #TDF2024 pic.twitter.com/Laz2jHhCwC— NBC Sports Cycling (@NBCSCycling) July 10, 2024
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjá meira