Leik lokið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Hinrik Wöhler skrifar 10. janúar 2026 17:00 Lovísa Thompson, Valur handbolti kvenna. Vísir/Ernir Valur sigraði Fram örugglega, 30-19, í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir jólafrí og með sigrinum styrktu Valskonur stöðu sína á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru liðnar. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en lentu fljótlega í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Það hægðist á leik þeirra og þær gerðu fjölmörg tæknileg mistök, misheppnaðar sendingar og klikkuðu á góðum færum. Valskonur voru þéttar fyrir í vörninni í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Á meðan svöruðu Valskonur með hröðum sóknum, opnuðu vörn Fram með auðveldum hætti eða fengu vítaköst. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan orðin 12-6, Val í vil, og Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, tók leikhlé í þeirri von að snúa taflinu við. Það skilaði litlum árangri því Valskonur héldu áfram að bæta við forskotið og fengu litla mótspyrnu. Lovísa Thompson var í miklu stuði í fyrri hálfleik og hafði skorað sex mörk í hálfleik, auk þess að fiska eitt víti. Valgerður Arnalds reynir skot að marki Vals.Vísir/Ernir Eyjólfsson Valur var með myndarlegt forskot í hálfleik og leiddu Valskonur með níu mörkum, 19-10. Það var allt annað að sjá til Framara í byrjun seinni hálfleiks. Ethel Gyða Bjarnasen var vel vakandi í markinu og sóknarleikurinn mun beittari. Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 21-14 en þá fór aftur að hægjast á Framkonum og Valskonur héldu uppteknum hætti frá fyrri hálfleik. Alfa Brá skoraði þrjú mörk úr skyttunni í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Valskonur komust í tíu marka forskot, 25-15, þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum og var þá ljóst hvernig leikurinn myndi enda. Í kjölfarið leyfði Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, yngri leikmönnum að fá mínútur en þær slógu hvergi af og lokatölur urðu 30-19 í Lambhagahöllinni í dag. Viðtöl og uppgjör væntanleg. Olís-deild kvenna Fram Valur
Valur sigraði Fram örugglega, 30-19, í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur liðanna eftir jólafrí og með sigrinum styrktu Valskonur stöðu sína á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru liðnar. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en lentu fljótlega í miklum vandræðum í sóknarleiknum. Það hægðist á leik þeirra og þær gerðu fjölmörg tæknileg mistök, misheppnaðar sendingar og klikkuðu á góðum færum. Valskonur voru þéttar fyrir í vörninni í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Á meðan svöruðu Valskonur með hröðum sóknum, opnuðu vörn Fram með auðveldum hætti eða fengu vítaköst. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan orðin 12-6, Val í vil, og Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, tók leikhlé í þeirri von að snúa taflinu við. Það skilaði litlum árangri því Valskonur héldu áfram að bæta við forskotið og fengu litla mótspyrnu. Lovísa Thompson var í miklu stuði í fyrri hálfleik og hafði skorað sex mörk í hálfleik, auk þess að fiska eitt víti. Valgerður Arnalds reynir skot að marki Vals.Vísir/Ernir Eyjólfsson Valur var með myndarlegt forskot í hálfleik og leiddu Valskonur með níu mörkum, 19-10. Það var allt annað að sjá til Framara í byrjun seinni hálfleiks. Ethel Gyða Bjarnasen var vel vakandi í markinu og sóknarleikurinn mun beittari. Eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 21-14 en þá fór aftur að hægjast á Framkonum og Valskonur héldu uppteknum hætti frá fyrri hálfleik. Alfa Brá skoraði þrjú mörk úr skyttunni í dag.Vísir/Ernir Eyjólfsson Valskonur komust í tíu marka forskot, 25-15, þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum og var þá ljóst hvernig leikurinn myndi enda. Í kjölfarið leyfði Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, yngri leikmönnum að fá mínútur en þær slógu hvergi af og lokatölur urðu 30-19 í Lambhagahöllinni í dag. Viðtöl og uppgjör væntanleg.