Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Berglind hafi útskrifast með cand. oecon. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2003 og hlotið löggildingu í endurskoðun árið 2006.
Berglind hafi hafið störf hjá PwC í ársbyrjun 2008. Við komu hennar til PwC hafi verið opnuð starfsstöð á Hvolsvelli, sem hún hafi stýrt frá upphafi en starfsmenn þar séu nú fimm talsins.
Berglind hafi víðtæka reynslu af reikningshaldi og endurskoðun stórra og smárra fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum. Hún hafi meðal annars töluverða reynslu í þjónustu við sveitarfélög.
Berglind búi á Hvolsvelli með þremur börnum sínum.
„Það er okkur mikil ánægja að fá Berglindi inn í eigendahópinn. Hún er afar öflug og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á fagsviðinu. Ennfremur nýtur hún virðingar á meðal viðskiptavina og samstarfsfólks. Ég býð Berglindi hjartanlega velkomna í eigendahóp PwC,“ er haft eftir Ljósbrá Baldursdóttur, forstjóra PwC.