„Já ég veit muninn... annar er saksóknari hinn er glæpamaður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 07:22 Biden virðist enn vígreifur, þrátt fyrir aukin áköll um að hann víki fyrir nýrri kynslóð. AP/Jacquelyn Martin Þrír bættust í hóp þeirra þingmanna Demókrataflokksins sem kalla nú eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti stígi til hliðar í forsetakosningunum vestanhafs eftir blaðamannafund forsetans í gærkvöldi. Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10
Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43