Reglurnar eru óumsemjanlegar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júlí 2024 11:10 Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun